Kjósa.is

Ég skráði mig á þetta í kvöld. Það verður aldrei friður um þetta mál annars, við erum of fá til að fara að skipta þjóðinni í tvennt. Það er sama hver tjáir sig, fólk skiptist algerlega í svart og hvítt og það örlar ekki fyrir gráa svæðinu á milli. Það er það sem vantar.

Ég er nánast hætt að lesa blogg allra stjórnmálamanna, sama í hvaða flokki þeir eru. Mér finnst allir ljúga. Ég var dálítið hrifin af Þór Saari til að byrja með, ég kaus hann meira að segja, en mér finnst hann nota of ódýrar aðferðir til að ná sér í athygli. Ég held að hann sé sjálfstæðismaður í skápnum. Sigmundur og Bjarni eru alltof miklir Morfís-guttar, þeir eru með stórt skilti framan á sér sem segir að þetta sé bara leikaraskapur. Þessi hegðun þeirra er svo truflandi að ég næ ekki einu sinni að mynda mér skoðun á því sem þeir hafa að segja.

Það er alltof gott veður á Egils til að eyða því í pólitík, sérstaklega þar sem mér finnst ég stanslaust vera höfð að fífli. Ég hef ekki hugmynd um hvort við ráðum við skuldbindingarnar vegna Icesave. Ég hef ekki hugmynd um hvort við höfum einhvern möguleika á að komast hjá því að borga þetta. Og ég verð bara vönkuð af fréttum um 16 milljarða í Sjóvá og að Björgólfsfeðgar fái kannski fellda niður 3 milljarða. Milljarður hér og milljarður þar, ég næ ekki upp í þessar tölur. Mig langar bara til að æla. Best að slá þessu bara upp í kæruleysi, skreppa kannski í heimsókn til Stalíns eftir helginaHappy

Ég veit bara að það er enginn peningur til að borga mér laun í vetur og það er afskaplega slæmt því að fötluðum hefur ekki veitt af þeirri þjónustu sem þeir hafa fengið, góðærið kom aldrei þangað. Á að draga úr tannburstun eða hvað á eiginlega að skera niður?

Sumum finnst það bráðfyndið að ég sé að sækja um vinnu á vernduðum vinnustað, það má greinilega skilja það á tvo veguTounge

Ég er meira að segja svo þreytt og sljó að ég steingleymi að kveikja á Desperate Housewifes, ég sem flýtti mér heim til að horfa á það. Eins gott að það er annað tækifæri á mánudaginn.

Og þar með er ég farin að sofaSleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gusti (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 22:46

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Gústi minn, þó að ég lesi þetta allt saman þá er ekki þar með sagt að ég skilji það. Enda virðist hver túlka þetta eftir sínu höfði.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 9.7.2009 kl. 22:48

3 Smámynd: www.zordis.com

Politík úffff ... minns ekki skilja neitt.

Njóttu helgarinnar og umhyggja og gæsla er mikilvæg svo öllum líði vel, líka þeim sem minna mega sín.

www.zordis.com, 10.7.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 109330

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband