Færsla til að hafa efst

Ég hef ekkert að segja en ég verð að skrifa eitthvað, ég get ekki haft færslu um pólitík efst á blogginu, ég verð að setja eitthvað annað inn.

En hvað svo sem? Ég fór í bíltúr í dag í nýju vinnunni, sambýlið á bíl og það er mælst til þess að hann sé notaður um helgar. Svo að ég keyrði til norðurs gegnum Hjaltastaðaþinghá og mikið er undursamlega fallegt þarna, ég hefði helst viljað vera á góninu en ekki undir stýri. Einhvern tímann fer ég þangað í myndaleiðangur, kunni ekki við það í dag með bílinn fullan af fólki að vera að stoppa í tíma og ótíma og láta þau bíða meðan ég dundaði við að finna rétt sjónarhorn. Ekki alveg minn stíll.

Á ég að tjá mig eitthvað um brunann á Þingvöllum? Ég er alltaf frekar hrifin af gömlum húsum og finnst eftirsjá þegar þau brenna. En einhvern veginn er mér alveg hjartanlega sama um Valhöll, hún var aldrei mitt hús. Það var lengst af lokað þarna, allavega varð aldrei að hefð að fá sér kaffi í Valhöll. Eða var kannski ekki lokað? Allavega fannst mér ég aldrei eiga erindi þangað. Kannski vegna sögu hússins, allavega hafði það þá áru að þetta væri snobbstaður. Það hefur mjög líklega verið það á Alþingishátíðínni 1930 en síðan eru liðin möhörg ár og margar viðbyggingar hafa bæst við. Var þetta ekki bara samansafn af skúrum með flottri framhlið?

Og með engum eldvörnum samanber svarta skýrslu sem var gefin út fyrir nokkrum árum. Ég man ekki hvað stóð í henni, ég man bara að það var undravert að þetta væri ekki löngu brunnið til grunna. Og aumingjans fólkið sem átti pantað og var rétt ókomið, það er greinilega ekki feigt því að hvernig í ósköpunum hefði átt að koma fólkinu út þegar rétt náðíst að forða nokkrum málverkum á hlaupum? Hvernig stóð á því að eldvarnaeftirlitið gaf staðnum rekstrarleyfi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Notalegt að fara í bíltúr í fegurðinni. Gætir alveg stoppað og látið fólk viðra sig á góðum stöðum.

Alltaf dapurt þegar það kviknar í og gott að ekki varð manntjón. Held það bara!

www.zordis.com, 12.7.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er reyndar svolítið flókið að láta þetta fólk viðra sig þar sem þau eru öll í hjólastólum. Þau fá alveg að viðra sig stundum en þá er auka mannskapur með

Já, það hafa einhverjar góðar vættir verið á sveimi yfir Valhöll þennan daginn, hvílík ótrúleg mildi að þetta gerðist þegar staðurinn var næstum mannlaus.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 12.7.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 109333

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband