Sextugur meistari

Ég var dálítið búin að kvíða fyrir þessu ári. Ég var búin að búa mig undir það í huganum hvernig ég ætlaði að mæta því að verða sextug. En svo var það ekkert mál. Enda hef ég erft það frá móður minni að aldur er hreint aukaatriði.

Ég lét sauma á mig kjól og hóaði í tvær vinkonur og saman áttum við geggjaðan dag. Fyrst var það dúllerí á snyrtistofu, svo út að borða og loks í karókí sem var algerlega sturlað. Algerlega stuðningurinn sem ég þurfti til að takast á við þessi tímamót.

Svo var það hitt verkefnið, að útskrifast sem meistari. Það tók miklu meira á því að ég fór algerlega á dýptina. Það var ekki mín hugmynd heldur leiðbeinandans, þessi fókus á mína eigin persónulegu sögu. En það var gott. Vegna þess að ég er búin að vera að kafa í þetta efni nánast alla mína ævi. Að gera upp eineltið, að skoða hvaðan það kom, að skoða manneskjuna sem dýrategund.

Það er nefnilega miklu dýpra en við höldum, þetta sem gerir að verkum að við hópum okkur saman og útilokum þá sem okkur finnst ógna okkur. Til að meðtaka fólk þurfum við að nota framheilann, yngsta hluta heilans, þennan hluta sem lætur okkur vega og meta það sem við sjáum og heyrum. Er þessi einstaklingur í raun ógnandi? Gæti hann orðið vinur minn ef ég kem vel fram við hann?

Við sem söfnuðumst saman á Hlemmi árið 1980 þurftum öll að takast á við þetta, að hafa verið úthýst úr okkar samfélögum og þurfa að búa til okkar eigin. Sum flutu, önnur sukku. Enda erum við hópdýr og þolum ekki öll að vera yfirgefin.

Það var mjög gott að ljúka þessu námi en afskaplega skrýtið að vera ekki í neinu námi, ég er ekki viss um að ég þoli það til lengdar.

En ég lýk allavega árinu 2023 sem sextugur meistari í hagnýtri menningarmiðlun. Ég ætla að elda mér góðan mat á gamlárskvöld, horfa svo á skaupið og hafa það notalegt, ein í holunni minni. Ég nenni engum flugeldum, legg frekar inn á björgunarsveitirnar. Svo bíða mín eflaust einhver ævintýri á árinu 2024.

Ég var eitthvað að hafa áhyggjur af því að vera ekki í neinu námi. En auðvitað er ég í námi. Barnabólið mitt er þátttakandi í Vesturbrú og það verða verkefni allan janúarmánuð þar sem ég læri að reka fyrirtæki, því lýkur með hvelli í Reykholti þann 1. febrúar. Nú þegar meistaranámið er frá þá fá vöggusettin loksins að eiga sviðið ein, hvað skyldi koma út úr því?

Sextugar kerlingar hafa þau forréttindi að það er enginn að pæla í þeim. Við erum almennt ekki lengur með þennan tiltekna sexappíl og erum lausar við útlitskröfur, við erum komnar úr barneign og getum almennt gert það sem okkur sýnist. Það er mitt nýja mottó. Og ég ætla að hafa gaman.

Hér er meistararitgerðin:https://skemman.is/handle/1946/44210 Og miðlunarhlutinn: https://www.ruv.is/utvarp/spila/a-hlemmi-tilheyrdi-eg/35725/akmcuh Ég vildi geta sett almennilega tengla en það verður þá bara að kópera slóðirnar, sorrý með mig, ég er sextug kerling!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband