Hver á sér fegra föðurland var samið um hásumar þegar ekki var eitt ský á himni

Þetta var nú aldeilis merkilegur dagur hjá Biddunni. Vaknaði um hádegið og bjóst kannski við Ingu í kaffi. Kannski þó ekki, hún gat verið farin í bæinn. Meira hvað fólki liggur á! Átti líka hálfpartinn von á Lilju, hún skildi dót eftir sem hún ætlaði að sækja.

Allavega ástæða til að koma sér á fætur. Og um að gera að njóta veðursins, ekki eitt ský á himni.

IMG_1768

Nýslegið tún Egilsstaðabóndans rétt fyrir neðan blokkina sem ég bý í. Ég fæ alla kosti þéttbýlisins en um leið kyrrðina og fuglasönginn og hreint undursamlegt útsýni eins og ég væri lengst uppi í sveit. Og allt svo hreint og tært.

Hvernig var aftur með hana Svanhildi, ætlaði hún ekki að vera í bústað rétt hjá Egils um þetta leyti? Hvorki Inga né Lilja gerðu vart við sig en það gerði Svanhildur. Og svo kom hún í kaffi með karlana sína þrjá, yndislegt alveg.

Þau voru ekki fyrr farin en Dísa hringdi. Og svo kom hún ásamt Agli syni sínum sem ég var búin að fá til að skrúfa saman nokkra stóla fyrir mig, enda talsvert handsterkari en ég. Á meðan við Dísa drukkum kaffi á svölunum og sleiktum sólina skrúfaði Egill 48 skrúfur í nýju eikarborðstofustólana mína, skrúfur sem ég var búin að rembast við en gekk ekki neitt, eikin er svo grjótharður viður. Hann var bara snöggur að þessu, strákurinn. Mikill léttir.

Og svo dúkkaði hún Karen upp á Skype. Eða réttara sagt MSN en næst munum við tala saman á Skype, vonandi, ég þarf að útvega mér heyrnartól. Ég hafði ekki tíma til að tala við hana núna, það var kominn tími til að gera sig klára fyrir tónleika. Og það enga smá tónleika.

fr4a4493e3a8775

Ég er orðin eins og hálfgerð grúppía hjá Árstíðum, þetta eru þriðju tónleikarnir sem ég fer á með þeim og alltaf skal ég knúsa þá og kreista. Nauðsynlegt alveg:P Og núna á ég líka diskinn með þeim, útkrotaðan.

Svavar Knútur segir að ef sama hlutfall íbúa í Reykjavík og á Egilsstöðum hefði mætt á tónleikana, þá hefðu þetta verið svona 12 þúsund manns. Sem betur fer voru nú ekki svo margir, þá hefði ekki náðst þessi yndislega stemmning.

Við Dísa kíktum til Lóu og Sigga eftir tónleikana og leyfðum þeim að heyra diskinn, bara svo að þau vissu hverju þau misstu af. Og nú er ég komin á næturvakt og hlusta á Árstíðir. Snilld.

IMG_1837

Hellisheiði eystri, Lagarfljótið og heyrúllur Egilsstaðabóndans, séð frá útidyrunum mínum um hálfþrjú að morgni 8. júlí.

Ég veit svosem ekkert hvenær Hver á sér fegra föðurland var samið. En á svona degi verður maður bókstaflega ástfanginn af landinu sínu. Það hefur sennilega verið hugsunin á bakvið þessa yfirskrift á tónleikaferðalaginu þeirra strákanna.

Þetta var einn dagur í lífi Biddunnar. Fullur af sumri, sól og tónlist og alveg einstaklega fjölmennurSmileWhistlingHappy 

Svona hljómuðu Árstíðirnar um síðustu jól og það var alveg jafn fallegt hjá þeim í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heyrúllumyndin er nánast óraunveruleg hún er svo flott og Árstíðirnar? Flott band.

Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2009 kl. 11:04

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Takk Hrönn

En veistu hvað, við þurfum eitthvað að ala sveitunga okkar betur upp. Það komu SJÖ manns á tónleika hjá þeim á Selfossi um daginn. Hvar eru allir þessir kórsöngvarar, þegar við vorum að alast upp voru égveitekkihvaðmargir kórar á Selfossi. Svo mæta þessir dýrlegu raddsöngvarar og fólk mætir ekki. Ég skil þetta ekki.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 9.7.2009 kl. 11:14

3 Smámynd: Ragnheiður

flott heyrúllumyndin..

kannast ekki við árstíðir nema á dagatali en þú ert líklega ekki að tala um þær

Ragnheiður , 9.7.2009 kl. 14:35

4 identicon

Eins og freknótt landslag,flott mynd og flott spil

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 15:33

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ertu ekki að grínast? Voru þeir með tónleika hér? Hvenær? SJÖ MANNS? Þetta er skandall!

Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2009 kl. 23:16

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

25. júní á 800 Bar.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.7.2009 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 109240

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband