Þessi ábyrgðartilfinning

Ætti ég ekki bara að fara fram á að fá helminginn af öllum mínum skuldum felldan niður? Af hverju ekki? Ég er ekki að fara fram á þrjá milljarða, bara kannski svona eina milljón. Það munar nú ekkert um það, er það nokkuð?

Skuldir hverfa ekki, þær lenda bara á einhverjum öðrum. Þeir peningar sem ég skulda, þeim er ég þegar búin að eyða og mikið innilega myndi ég skammast mín ef ég væri ekki borgunarmaður fyrir þeim. Ég gæti ekki horft framan í nokkurn mann ef ég hefði látið skuldirnar mínar lenda á einhverjum öðrum, ég myndi vinna allan sólarhringinn þar til ég væri búin að borga hverja krónu til baka.

En þá yrði maður að hafa vinnu, ekki satt? Og hver skyldi nú bera mesta ábyrgð á því að meira að segja í fötlunargeiranum er svo mikið saumað að fólki að ég fæ sennilega enga vinnu í  vetur þrátt fyrir að þörfin fyrir mig er mikil, það er bara ekki hægt að borga mér laun.

Hver skyldi nú bera ábyrgð á því nema Björgólfsfeðgar. Þeir bera hana ekki einir, en þeirra hluti er ekki lítill. Hvernig dettur þeim í hug að fara fram á annað eins? Ef þeir fá fellda niður þrjá milljarða, þá vil ég fá sambærilega niðurfellingu á því sem ég skulda. Ég skal mæta galvösk og brjóta hverja rúðu í þessum banka ef ég fæ ekki fellda niður hverja einustu krónu! Borgarastyrjöld, here I come!!!


mbl.is Varar við borgarastyrjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heyr heyr! Ég er staðráðin í því að fara fram á niðurfellingu á mínum skuldum ef þetta gengur eftir hjá þeim! Þeir eru búnir að stelu nægum pening frá okkur!

Hrönn Sigurðardóttir, 8.7.2009 kl. 09:00

2 identicon

Ég líka ,niðurfellingu takk fyrir,og niðurfellingu á láni látins sonar míns líka.Hann borgar ekki úr þessu

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 109145

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband