Bein braut Árna

Þegar ég las þessa fyrirsögn á dv.is datt mér fyrst í hug að bein hefði brotið Árna. Kannski var ekki eitrað fyrir honum, kannski var hann bara beinbrotinn. Kannski átti að standa Beinbraut Árna.

Og svo smellti ég á fréttina og þá fjallar hún ekki aldeilis um neitt beinbrot Árna. Af hverju gaf ég mér annars að þessi frétt fjallaði um Árna Johnsen? Karlinn er auðvitað í dramadeildinni með öllum hinum fyrrveröndunum sem sakna sviðsljóssins og nota ýmsar aðferðir til að bæta úr því.

Það er annars alveg grínlaust, dauðans alvara bara, að þessi frétt fjallar um að braut Árna Johnsens til áframhaldandi þingsetu sé alveg þráðbein eftir að helstu keppinautar heltust úr lestinni. Hann þarf bara að glíma við eina utanaðkomandi kvensu og svo auðvitað Umboðsmann Íslands.

Maður fer bara strax að skjálfa. Ég sé fyrir mér Davíð Oddsson í Súpermanbúningnum koma fljúgandi yfir Suðurland til að frelsa þessa heimsku kjósendur frá Árna Johnsen, þarf að segja meira?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Beinbrotinn og eitraður. Skelfilegt

hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 109261

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband