Jólakyrrðin

Ég hef sennilega aldrei á ævi minni átt jafn latan og þægilegan desember. Ég kláraði allt sem ég þurfti að gera á Selfossi í nóvember og eftir það hefur fókusinn allur verið á Vesturlandinu. Það er alltaf gott að taka reglulega til í hausnum á sér, það hjálpar til við að halda utan um verkefnin.

Ég er búin að eiga allar mögulegar útgáfur af aðventu og jólahaldi og hef smám saman myndað mér mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig ég vil hafa þetta. Því að ég finn hvað ég vil alls ekki, ég er til dæmis aldrei á ævinni aftur að fara að taka vörukynningar í stórmörkuðum í desember í hávaða og látum.

Ég skrapp í bæinn í vikunni til að sinna erindum og lenti að sjálfsögðu í hinni hrikalegu jólatraffík. Drottinn minn, hvenær kemur Borgarlínan? Þetta er martröð, enda er gatnakerfið miðað við helmingi færri bíla en eru á götunum í dag. Kannski ekki alveg að marka vefjagigtarkroppinn minn en allar þessar biðraðir á öllum helstu umferðaræðum keyrðu mig alveg út.

Svo bættist við biðröðin í hraðprófið en Valdimar var algerlega þess virði svo að ég kvarta ekki. Næst verðum við að vera fyrr í því að panta miða á jólatónleika, að vera á þriðja aftasta bekk á fimmtu svölum er eins og að horfa ofan af þakinu á fimm hæða blokk, fínt fyrir eyrað en ekki eins fyrir augað. Nema ég fjárfesti í leikhúskíki. Okkur leið allavega eins og ofurkonum þegar við vorum búnar að fara út að borða og komnar í tónleikasætin okkar á réttum tíma eftir allar biðraðirnar.

Ég verð að hrósa hraðþjónustunni hjá Toyota, það er æðislegt að geta bara mætt án þess að eiga tíma. Þegar kona er á bíl sem er kominn á bílprófsaldur og rúmlega það, og býr þar að auki á Snæfellsnesi, þá getur það verið afskaplega óþægilegt þegar fararskjótinn fer að gefa frá sér undarleg hljóð, þá getur verið taugatrekkjandi að eiga eftir að komast heim. En þeir róuðu mig, þetta eru bara gigtarverkir í greyinu. Eins og eigandanum.

Og það sem ég nýt kyrrðarinnar, hvílík forréttindi sem ég bý við. Ég er næstum of löt, ég hef til dæmis ekki skrifað eitt einasta jólakort. Jólakortamonsterið er flutt héðan svo að ég hef ekki lengur aðgang að öllum flottu pappírshnífunum til að skera út stjörnur og engla og mig langar bara ekki til að fara aftur í þessi hefðbundnu. Ég ákvað því að senda bara hugskeyti þetta árið, eru þau ekki örugglega öll komin til skila?

Nú þarf ég bara að mæta í skötuna og hangikjötið er klárt, það er geggjað að geta keypt það soðið í Fjarðarkaupum, þarf þá eitthvað meira?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Gatnakerfið hefur kerfislega verið gert ónothæft á síðustu árum, sérstaklega til þess að koma borgarlínunni á og taka af fólki bílafrelsið. Flott færsla, jólakveðjur.

Guðjón E. Hreinberg, 18.12.2021 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband