Svarta, glaðlega afgreiðslukonan á Grandanum

black-woman-laughing_~42-15241593 

Þetta er nú meiri kassadaman, þessi svarta á kassanum í Bónus á Grandanum. Það virðast allir muna eftir henni sem einu sinni hafa fengið afgreiðslu hjá henni.

Ég verslaði þarna oft þegar ég bjó á Sólvallagötunni og alltaf var hún skælbrosandi, bauð góðan daginn og þakkaði fyrir viðskiptin. Maður gat ekki annað en brosað á móti. Og svo talaði hún svo skemmtilega íslensku.

Vinnufélagar mínir á Flókagötunni versluðu þarna líka og ég heyrði þá tala sín á milli um þessa hressu þarna og kveikti á því að ég vissi um hvern þeir voru að tala. Samt var þetta bara stelpa á kassanum í Bónus, hvað eru margir kassar í Bónus?

Allt í lagi með það.

En núna áðan var ég að koma heim úr Bónus hér á Egilsstöðum og fyrir aftan mig var ungt par að spjalla saman. Og viti menn, þau voru að tala um þessa hressu afgreiðslukonu á kassanum í Bónus úti á Granda. Þau vissu bæði hver hún var og strákurinn var að segja stelpunni frá viðtali sem hann las við hana þar sem hún dásamaði Ísland í bak og fyrir þó að hún hefði ekki séð mikið meira en útsýnið úr Breiðholtsstrætó, hún var með miklar áætlanir um að sjá meira en það.

Viljið þið spá í þetta. Þarna er stelpa að vinna á kassa í Bónus, starf sem er oft nefnt sem dæmi um starf sem enginn vill vinna, ætlarðu að enda á kassa í Bónus??? Hún er svört og það gefur henni óneitanlega sérstöðu, það eykur líkurnar á að maður muni eftir henni. Ég meina, pólsku stelpurnar á hinum kössunum eru mun líkari okkur í útliti. Ég man eftir henni, Jósep og Daníel af Flókagötunni muna eftir henni, og þetta par fyrir aftan mig í röðinni á kassanum í Bónus á Egilsstöðum man eftir henni þrátt fyrir að vera í sumarfríi austur á landi, og einhver blaðamaður hefur greinilega séð ástæðu til að taka viðtal við hana.

Það er mikið hægt að læra af henni, það held ég.

Meðfylgjandi mynd er ekki af henni, hún er bara svo glaðleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi stúlka er æðisleg og öðrum til eftirbreytni. Virkilega gaman að lenda hjá henni á kassa.

Eiríkur (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Sko Eiríkur, þú manst eftir henni!!!

Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.7.2009 kl. 19:39

3 Smámynd: www.zordis.com

Sumt fólk gerir lífið litríkara!

www.zordis.com, 19.7.2009 kl. 08:01

4 Smámynd: Eygló

Flott að blaðamaður hafi tekið eftir henni. Ég hef ekki séð þessa stúlku en svona fólk er eins og rósir í fjóshaug.

Eygló, 21.7.2009 kl. 12:49

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Svona fólk er sent hingað til að kenna okkur, þessum búralegu Íslendingum sem við getum stundum verið.

Ég var svo mikið á báðum áttum þar sem ég stóð í röðinni í Bónus og hlustaði á þetta fólk tala um stelpuna. Átti ég að snúa mér við og segja, Hey, ég kannast einmitt mætavel við þessa stelpu þarna á kassanum, hún hefur oft afgreitt mig og vinnufélagar mínir hafa verið að tala um hana. Það hefði nú verið skrýtin uppákoma, verandi stödd í búð hinum megin á landinu. Það hefði getað verið upphafið að mjög skemmtilegum samræðum. En ég sagði ekki neitt, enda sannur Íslendingur

Margrét Birna Auðunsdóttir, 21.7.2009 kl. 15:13

6 Smámynd: Eygló

Því miður er kannski skýringin að eftir henni sé tekið, að hún er undantekning. Ég þarf stundum að bíta mig í úfinn þegar ég á samskipti við fólk í verslunum og annarri þjónustu.

Eygló, 21.7.2009 kl. 20:43

7 identicon

Haha, já, ég kannast sko við hana. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig hún er þegar ég mæti með aðra hvora dótturina með í búðina. Mig langar næstum til að ráða hana á staðnum sem barnapíu, hún er svo brosmild og notaleg. :)

Pálína (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 21:26

8 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Pálína, eruð þið komin heim? Komið þið kannski með í  Flatey?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 22.7.2009 kl. 01:17

9 identicon

Já, við erum komin heim. Og nei, við komum ekki í Flatey. René er að vinna alla helgina og við erum sama sem bíllaus líka.

Pálína (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 16:50

10 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er líka ekki beint veður til að vera með börn, það lítur ekki út fyrir að það verði nein börn nema kannski Emilía. Við skulum bara stefna að góðri gleði-barna-útilegu á næsta ári í góðu veðri, gott veður er algert skilyrði þegar maður fer með börn. Þá verður líka Teresa farin að hlaupa um allt og þau hin farin að geta farið í einhverja leiki.

Við getum allavega farið í drykkjuleikinn hennar Telmu: Finndu krakkann í skóginum Það er sko nebbla enginn skógur í Flatey

Margrét Birna Auðunsdóttir, 24.7.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 109251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband