Nú er ég ánægð

Ég hef ekki hugmynd um hvort það er rétt að ganga í Evrópusambandið.

En nú hef ég fengið von um að þegar ég kem til með að greiða atkvæði um það, þá muni ég vita meira en ég veit í dag um hvað málið snýst. Nú er tryggt að það munu fara fram aðildarviðræður þar sem kostir og gallar verða ræddir fram og til baka, það er hreinlega eina leiðin til að komast að því hvort þetta er fyrir okkur. Ég efast ekkert um að þetta verður vel kynnt þegar þar að kemur og menn munu hafa tækifæri til að færa rök fyrir máli sínu, það verður góð hvíld frá skotgrafahernaði undanfarinna vikna.

Við Íslendingar erum stundum dálítið fyrir að hugsa í skyndilausnum og fyrir mörgum er Evrópusambandið kannski ein slík, en svo heyrir maður raddir fólks sem býr í þessum löndum og upplifa Evrópusambandið sem ómanneskjulegt bákn. Hvað á maður að halda? Er eitthvað til í því sem sumir halda fram, að við missum fullveldið með inngöngu? Hvað felst í fullveldinu? Eru þá Þýskaland og Frakkland ekki fullvalda?

Mikið hlakka ég til þegar þetta allt skýrist. Þetta er einmitt það sem ég óskaði mér þegar ég var að ákveða mig í kjörklefanum í vor. Aðildarviðræður þar sem allt kæmi upp á borðið, nauðsynlegur undanfari þess að mynda sér skoðun.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Skynsamleg afstaða hjá þér!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 15:16

2 identicon

"Aðildarviðræður þar sem allt kæmi upp á borðið..."

Finnst þér það sjálfri líklegt? Öllu óþægilegu er stungið undir stólinn hans Össurar, sem er eins og svarthol! Það verður ljóti skýrsluhaugurinn sem vellur fram á gólf þegar hann lyftir á sér görninni til að fara til Brussel að afsala fullveldi þjóðarinnar.

Offi (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:14

3 identicon

Þú hefur míní útgáfu af EB á alþingi semsagt hrossakaup,hálfur sannleikur , eiginhagsmunapot og annar sóðarskapur

R.H (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:17

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Já, mér finnst það líklegt. Aðildarviðræður eru til þess að draga fram allar hliðar málsins. Mér finnst Össur ekki koma málinu við, ég er enginn aðdáandi hans, það er líka vitað mál að hann er stuðningsmaður ESB. Ég geri ráð fyrir að fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna eigi eftir að taka þátt og því meir sem menn hemja skap sitt og orðbragð, því líklegra er að viðunandi niðurstaða náist.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.7.2009 kl. 17:06

5 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Þú hefur greinilega ekki fylgst með öllu sem var kosið um á Alþingi í dag - það verður engin bindandi þjóðaratkvæðagreiðsla fyrir þig, bara skoðanakönnun - Til hamingju, eða þannig!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 16.7.2009 kl. 17:23

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það var samþykkt að fara í aðildarviðræður. Síðan fáum við að kjósa um niðurstöðurnar úr þeim. Um hvað hefðir þú viljað kjósa núna, hefur þú einhverjar forsendur til að mynda þér skoðun? Ég hef það ekki. Kosningar núna hefðu verið hrein della. Kosningar að loknum aðildarviðræðum eru líklegri til að skila vitrænni niðurstöðu.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.7.2009 kl. 17:47

7 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Ég er ekki að tala um kosningu núna, það var kosið í dag um 3 breytingartillögur við ESB frumvarpinu - ein var sú að þjóðaratkvæðagreiðslan EFTIR að samningurinn er tilbúinn, það er hvort við munum ganga í ESB eða ekki, yrði bindandi og hún var felld, af Samfó og VG. Þannig að þegar þú ert búin að sjá aðildarsamningin og vilt fá að kjósa um hann þá ertu einfaldlega að kjósa í skoðanakönnun. Þú ásamt mörgum öðrum virðast bara hafa lesið aðra hverja frétt í dag og ekki fylgst með atkvæðagreiðslum á þingi!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 16.7.2009 kl. 17:53

8 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það er rétt hjá þér, ég las ekki þá frétt. Það er slæmt ef rétt er.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.7.2009 kl. 18:52

9 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það breytir hinsvegar ekki því að þessar aðildarviðræður eru óhjákvæmilegar til að fá á hreint hvað er í pakkanum. Það er ekki hægt að hlusta á nokkurn mann, gífuryrðin og svívirðingarnar eru slíkar. Litlar upplýsingar í slíku. Núna verða menn að koma sér upp úr skotgröfunum og fara að tala eins og menn.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.7.2009 kl. 19:41

10 identicon

Mjög ósennilegt að Samfylkingin gefi upp réttar upplýsingar.Sjáðu bara hvernig Össur hagar sér.Ég er á móti ESB en vil geta kosið um málið.Ef þetta verður samþykkt get ég flutt til Noregs eða sætt mig við gjörninginn

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 11:48

11 Smámynd: www.zordis.com

Góða Helgi Bidda mín ... Minns er úti að skíta í þessum málefnum ........

www.zordis.com, 17.7.2009 kl. 17:30

12 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Heyrðu nafna, kannski eigum við báðar eftir að enda í Noregi, hver veit. Allavega verður það upplýst ákvörðun þegar að því kemur, öfugt við núna þegar enginn veit hvað þetta felur í sér en hysterían er í algleymingi. Ef Samfylkingin er að gefa okkur rangar upplýsingar, þá eru aðildarviðræðurnar til að hreinsa út allt svoleiðis bull.

Bottom line: Við verðum að fá nýjan gjaldmiðil, krónan okkar er ónýt og það kostar okkur stórfé að halda henni úti. Sumum finnst það kannski vera framsal á fullveldinu.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.7.2009 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband