Það var ekki seinna vænna að athuga hvar ég er á kjörskrá

Í dag eru síðustu forvöð að kjósa utan kjörstaðar ef ég skyldi vera ennþá á Sólvallagötunni.* Ég meina, það er yfirleitt alltaf miðað við hvar maður var 1. desember síðastliðinn og ég skráði mig ekki hér fyrr en um mánaðamótin jan/feb. En það dugir og ég er hér. Þá verður þetta einfalt á morgun.

Og ég er meir að segja búin að ákveða mig, ég ætla að kjósa Borgarahreyfinguna. Ég hreifst strax af þeim en var svolítið hrædd um að atkvæðið mitt félli dautt niður er þau næðu ekki manni inn. Það breytir öllu að þau mælast núna með 3-4 þingmenn, þá kýs ég þau.

Það verður í fyrsta skipti sem ég kýs ekki Samfylkinguna eða forvera hennar Alþýðubandalagið. Steingrímur J. stofnaði Vinstrigræna þegar hann tapaði fyrir Margréti Frímannsdóttur í formannskjöri og mér hefur alltaf leiðst að sjá þessa tvo vinstriflokka bíta hvor annan á barkann í stað þess að vinna saman. Mig langar bara til að sjá einhverjar breytingar og það er enginn ferskari en Borgarahreyfingin. Það verður allavega spennandi að sjá hvort þau ná að breyta einhverju.

*Ég veit svosem ekki hvort síðustu forvöð eru í dag, ég hef aldrei kynnt mér það. Ég veit bara að á morgun gæti orðið erfitt að koma einu atkvæði frá Egilsstöðum til Reykjavíkur til að fá það talið með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að þú gast kosið þá. Enda ekki lengur ríkisstarfsmaður, sem þeir flokka sem latt fólk upp til hópa :-)

Daníel (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hæ Daníel. Ég tók ekki eftir þessum ummælum en heyrði af þeim. Ég held að það sé ekki stefna Borgarahreyfingarinnar að flokka ríkisstarfsmenn sem latt fólk upp til hópa, sá sem sagði þetta hlýtur að svara fyrir það. Kveðja á Flókann

Margrét Birna Auðunsdóttir, 26.4.2009 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband