Lesarinn, öðru nafni The Reader

Og svona til að halda áfram að gera ekki neitt, ég rakst á umfjöllun um The Reader einhversstaðar og var svosem ekkert að pæla í henni, enda hef ég ekki séð hana og nú er aðeins lengra fyrir Bidduna að kíkja í bíó.

Nema hvað, ég rakst einhvers staðar á umfjöllun þar sem söguþráðurinn var rakinn og þá kviknaði ljós í kolli Biddu, þessa sögu kannaðist ég mætavel við, gott ef ég átti ekki bókina. Og þá kom sér nú aldeilis vel að vera komin með allt safnið upp í hillur því að ég gat gengið beint að henni.

Mér finnst það alltaf svolítið flott.

Ég bjó mér til bíómynd í kollinum þegar ég las bókina, gerir maður það ekki alltaf? Núna þarf ég að sjá hina og bera þær saman. Og ég sem var ekkert að pæla í þessari mynd, það er jú alltaf verið að gera bíómyndir.

En fyrst þarf ég að gera annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

En nú er ég búin að prjóna peysuna, hún er að þorna hérna á borðinu með þremur frænkum sínum. Líklega kem ég henni af stað í vikunni.

Ég bý sífellt til myndir í höfðinu þegar ég les og verð oftar en ekki pirruð þegar ég sé einhvers annars útgáfu af sögunni "minni"

Þarna eigum við sameiginlega, bækur ! ég elska bækur!!

Ragnheiður , 2.3.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég hlakka til að fá peysuna, assgoti ertu snögg að þessu

Jájá, ég hef átt margar svona "myndir", Kristínu Lafransdóttur til dæmis, svo voru sýndir þættir eftir henni fyrir nokkrum árum og ég gat ekki horft því að ég kannaðist ekkert við þessa dramadrottningu sem var alltaf að kasta sér veinandi í gólfið. Mín Kristín var ekki svoleiðis.

Gaman að þessu.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 2.3.2009 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 109333

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband