Mannbroddar og Dísuhelgi

Svo smart. Og algerlega nauðsynlegt því að hér um slóðir tíðkast ekki að sandbera gangstéttir. Hér er annars alveg gríðarleg hálka, við Dísa María fundum fyrir því þegar við reyndum að komast heim úr dekrinu. Við vorum heima hjá henni Fanney sem býr í húsi neðst í götu og því þurftum við að komast upp eina brekku eða svo. Þrátt fyrir nagladekk hafði bíllinn það ekki og góð ráð dýr, svona er að koma sér ekki heim fyrr en klukkan að verða fimm að nóttu, þá er ekki beinlínis vinsælt að hringja í neinn til að draga. Og ekkert víst að það hefði gengið nema með mjög öflugum bíl. Dísa endaði á því að ná sér í sand í fötu sem hún stráði á götuna og þá gekk það loksins.

Það er ótrúleg heppni að Dísa skuli búa hér. Og alveg magnað að vinátta okkar er alveg eins þó að við höfum varla sést í 30 ár. Mér hefur stundum fundist hálf leiðinlegt að vera ekki í sambandi við neinn sem þekkti mig sem barn og ungling, þá er bara eins og vanti í púsluspilið. Við Dísa hættum aldrei að vera vinkonur, við fórum bara hvor í sína áttina eftir gaggó og svo slitnaði þráðurinn smám saman.

En núna erum við orðnar stórar stelpur og höfum tækifæri til að endurnýja vináttuna, ég held að það sé bara skemmtilegur tími framundan. Og skemmtilegt að þessar tvær manneskjur sem ég hef kynnst hér skuli báðar vera vinkonur hennar. Það var allavega ekki leiðinlegt í partíinu heima hjá henni í gærkvöldi. Og núna þekki ég alveg fullt fullt af fólki hér.

Og núna er ég líka alveg svakalega þunn. Og það er engin miskunn, ég verð að halda áfram að setja saman húsgögn svo að það fari bráðum að líta út hjá mér eins og hjá fólki, ég er orðin þreytt á þessu drasli hér. Og ég er líka þreytt á snjónum og myrkrinu og hálkunni. En ég get víst ekkert gert í því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snildar bragð þetta með sandinn, annars gangið þér vel að koma þér fyrir

Birna Pála (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 16:47

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Snilldar bragð frá tilda

Margrét Birna Auðunsdóttir, 19.1.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband