Laugardagsbíltúr

Það stóð til að fara í systkinaútilegu um þessa helgi en svo breyttist áætlunin af ýmsum ástæðum. Vonandi kemur annað tækifæri seinna, það er flókið að stefna saman sjö systkinum og þótt þau væru færri. Í staðinn fórum við Vallý með strákana í bíltúr austur fyrir fjall. Við skoðuðum Húsið á Eyrarbakka og miðinn gilti líka í Sjóminjasafnið. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem í Húsið eftir að Byggðasafnið flutti þangað og ég bjóst hálfpartinn við að finna kistilinn hennar Lofthænu Guðmundsdóttur sem var aðalmálið þegar safnið var á Selfossi. Það var skylda í barnaskólanum að fara með reglulegu millibili í Safnahúsið þar sem við krakkarnir völsuðum út um allt og alltaf vorum við jafn gagntekin af kistlinum sem á var letrað Lofthæna Guðmundsdóttir. Hvernig bara gat einhver heitið Lofthæna? En Lofthæna var ekki í Húsinu enda sýningargripirnir þar aðallega tengdir Húsinu sjálfu.

Og svo fórum við í Draugasafnið á Stokkseyri og strákarnir voru alveg að missa sig af spenningi. Við fengum geislaspilara með draugasögum og svo röltum við um og hlustuðum á meðan litlir krakkar létu okkur bregða með öskrum og látum. Dagur Sólon var svolítið hræddur en annars var þetta ekkert sérstakt. Svakaleg peningamaskína er þetta Draugasafn. Kostar 1500 kr. inn og svo þarf aftur að borga sömu upphæð til að fá að skoða álfa- og tröllasafnið sem er í sama húsi. Dálítið mikið að borga 3000 kall á mann fyrir það allt svo að álfarnir verða að bíða betri tíma. Það er annars ekkert vitlaust að hafa eitthvað svona innan seilingar ef maður er hjá ömmu Kollu og vantar eitthvað skemmtilegt að gera. Draugasafnið er þannig safn að það er mikið sport að koma þangað en algerlega ástæðulaust að koma oftar en einu sinni. Það er sennilega ástæðan fyrir verðlagningunni.

Dagur Sólon átti komment dagsins. Litlu krakkarnir eru mjög uppteknir af því sem gerir Biddu frænku óvenjulega og spyrja reglulega af hverju ég á ekki bíl. Næsta spurning er venjulega af hverju ég á ekki mann. Dagur hinsvegar tók þetta skrefinu lengra og spurði fyrst ég ætti engan mann, hvort ég ætti þá konu, hvort ég væri kannski lesbía. Og hvort ég væri þá eins og Sólrún systir og mamma, fyrst þær búa saman hljóta þær að vera saman. Segir sig sjálftLoL Amma Kolla hefur nú fengið að heyra ýmislegt um dagana en þetta er ábyggilega alveg nýtt.

Og svo enduðum við í Hveragerði á hefðbundinn hátt, fórum í sund í Laugaskarði og fengum okkur hamborgara í Eden. Mikið er Eden þunglyndislegur staður, það er eins og að fara 30 ár aftur í tímann að koma þangað inn. Alltaf sömu póstkortin og útskurðardótið. Og aldrei sér maður fólk þarna. Kjörinn staður til að taka upp hryllingsmynd. En frönskurnar voru helvíti góðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 109333

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband