Þetta jarðsamband

Ég er að fara til læknis á morgun. Ekkert merkilegt, bara smá fótavandamál. Ég fer líka í sjúkraþjálfun á morgun, eitt af því sem ég lofaði sjálfri mér að gera þegar ég kæmi austur. Ég meina, hvað á það að þýða að vera með vöðvabólgu í MJÖÐMUNUM og ganga eins og gömul kona? Ég ætla líka að rölta við í apótekinu og athuga hvort þær eiga ekki fótasalt og eitthvert hressandi myntukrem sem rífur upp blóðrásina. Spurning um að auglýsa eftir fótanuddtæki. En þá gæfi ég upp símann hjá þér. Á morgun ætla ég líka að láta breyta lögheimilinu mínu, núna veit ég loksins hvar á að gera það. Og svo ætla ég að kíkja á listasýningu í Sláturhúsinu. Ég var búin að ætla mér það hvort sem var en eftir að ég kynntist listakonunum þremur í bráðhressu partíi hjá henni Dísu Maríu um síðustu helgi, þá er ekki aftur snúið. Kannski verður einhver þeirra á staðnum. Og svo ætla ég í Tölvulistann og sækja nýju tölvuna mína, þessa stóru og öflugu sem ég hef lengi þráð að eignast. Já, og svo ætla ég að koma við í Bónus.

Allt þetta eru hversdagslegir hlutir. Það eru þessir hversdagslegu hlutir sem gefa lífinu gildi.

Bað í Útgarði

Hlutir eins og bað við kertaljós, einn af þeim draumum sem rættust. Unaðslegt alveg bara.STB_1213 

Það er gott að liggja í heitu baði við kertaljós þegar veðrið er svona drungalegt. Þetta er annar draumur sem rættist; útsýni. Þessi mynd er tekin í áttina til miðbæjar Egilsstaða, sundlaugin er lengst til vinstri og lengst til hægri glyttir í Menntaskólann. Fyrir miðri mynd, lengst í burtu, er Tjarnargarðurinn sem er víst mikill sælureitur á sumrin. Þar var mótmælafundur á laugardaginn var, sá fyrsti og kannski sá eini því að ríkisstjórnin er greinilega að falla. En fremst er bílakirkjugarður nágrannans, tveir 30 ára gamlir Range Roverar og Ford Sierra. Eins og sést er ég uppi á hæð. Alveg uppi á þriðju hæð. Og alveg með milljón króna útsýni. Eða á maður að hafa það í evrum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna María Jensdóttir

Gott að þér líður vel á Egilsstöðum :)

Erna María Jensdóttir, 22.1.2009 kl. 09:36

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hæ Erna, longtæmnósí J

á, helst vildi ég bara fá allan Gleðikórinn hingað

Margrét Birna Auðunsdóttir, 22.1.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 109223

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband