Svo stolt

Það hefði einhvern tímann þótt til tíðinda að Íslendingar létu í sér heyra. Við höfum í gegnum tíðina látið eitt og annað yfir okkur ganga og svo kysst á vöndinn í næstu kosningum.

Að sjá allt þetta fólk í þessari frétt sýna tilfinningar sínar svona óhamið, það gerði mig svo stolta. Nú hefði ég viljað vera í Reykjavík. Eitt augnablik hvarflaði að mér 60 ára gömul fréttamynd frá sama stað þegar Austurvöllur logaði í óeirðum vegna inngöngu okkar í NATO. Sú fréttamynd hefur hingað til staðið á stalli sem einstakt dæmi um mótmæli á Íslandi.

En það gæti breyst, í 22-fréttunum sást að fólk er ennþá fyrir utan Alþingishúsið, búið að kveikja stærðar bál og andrúmsloftið greinilega lævi blandið.

Ætli Alþingismennirnir okkar sjái ekki eftir því að hafa tekið sér heilan mánuð í jólafrí og hafa svo ekkert til málanna að leggja nema verðlagningu á áfengi? Það hefur verið rætt um það undanfarið að lýðræðið sé bágborið vegna þess að ráðherrar hafi öll völd en Alþingismenn engin, þess vegna eru uppi háværar raddir um nauðsyn þess að endurnýja lýðveldið. Alþingismönnunum okkar hlýtur að finnast þeir vera mjög óþarfir. Ættu þeir ekki bara að drífa sig heim - for good?


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er líka stolt af þjóðinni minni...en ekki alþingismönnum og því síður ráðherrum og seðlabankastjórum og jafnvel forseta?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:50

2 identicon

Heyr, heyr stelpur. Loksins getum við verið stolt af þjóðinni. Hún er búin að vera í losti síðan í október, en er núna loks að vakna. Það sama verður ekki sagt um ráðamenn, því miður. Verðum að fá að kjósa.

Hinrik (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:53

3 identicon

Flott mótmæli og þjóin sýnir núna að hún tekur ekki öllu þegjandi og hljóðalaust.  Mér finnst samt á köflum að sumir mótmælenda séu meira í stríði við lögguna en að mótmæla, og það er miður

Birna Pála (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband