Þá er ein Þorláksmessan að baki,

klukkan að byrja að ganga þrjú, búið að skúra og strauja jóladressið, græja gotteríð sem fer með mér annað kvöld í jólaboðið sem verður víst miklu fjölmennara en ég hélt og það er bara ennþá betra. Mál að skríða í ból svo að ég vakni í vinnu á morgun og gleymi ekki öllu sem ég ætla að taka með mér.

Ég vann eitt afrek í dag. Ég yfirsteig feimnina og brá mér í Þorláksmessuboð til hennar Nönnu matargúrús. Hver hefur ekki lesið lýsingarnar hennar og slefað niður á höku? Ég er nú ekki mikið fyrir að trana mér fram en ég er orðin svo hugrökk eftir alla skemmtilegu kaffitímana í vinnu tvö þar sem mannvitsbrekkur landsins hafa haldið uppi fjörinu. Þannig að ég ákvað að skella mér þótt ég þekkti ekki hræðu hjá Nönnu, hún sjálf meðtalin því að þótt ég hafi lesið bloggið hennar í fimm ár (og allavega á meðan ég var á blogspot vissi ég að hún las mitt, en á moggablogginu veit ég aldrei hver les nema fólk noti kommentakerfið) þá höfðum við aldrei hist. Ég vissi bara að ég myndi ábyggilega lenda í skemmtilegum samræðum við einhvern, sem er auðvitað stór hluti af því að fara í matarboð. Og auðvitað gekk það eftir. Og svo fékk ég himneskan mat að borða þó að það liti nú ekki út fyrir það þegar ég kom inn í stigaganginn því að skötulyktin var yfirgnæfandi. En hún kom ekki frá Nönnu og raunar var vel passað upp á að hafa lokaðar dyrnar til að fá ekki skötulyktina inn. Ég var meir að segja svo frökk að ég færði henni Nönnu smávegis af Fundarstaðarkökunum eins og hann Shawn kallar Nanaimo Bars upp á íslensku. Ég breytti uppskriftinni smávegis, sleppti smjörlíkinu og hveitinu í neðsta laginu, mér fannst allt í einu svo asnalegt að nota hveiti í eitthvað sem er ekki bakað. En sennilega er tilgangurinn með hveitinu að líma þetta saman, hveitilím sko. Þetta var nefnilega dálítið laust í sér. En smakkaðist drulluvel, annars hefði ég ekki þorað að að flagga því framan í gúrúið. Og svo notaði ég 70% Nóa til að þetta yrði ekki jafn dísætt og í fyrra.

Svo að ég var södd og sæl þegar ég skáskaut mér niður Laugaveginn til að hitta Gleðikórsfélagana í anddyrinu á Eymundsson. Veðrið var miklu betra en við áttum von á, að vísu dálítið kalt en það hefði nú ekki verið nein stemmning án þess. Svo sungum við jólalögin út um allt, hittum fullt af fólki og skemmtum okkur konunglega. Og höfum aldrei haft aðra eins áheyrendur, fólk var bara gersamlega að missa sig.

Og nú er ég algerlega að missa mig. En að vísu tilheyrir Þorláksmessu að vaka dálítið lengi og vesenast. Er í annarri umferð að hlusta á Mannakorn, hvílíkur lúxus þar sem ég var mjög svo upptekin í bænum á sama tíma og tónleikarnir voru í útvarpinu, að geta bara hlustað á netinu. Og þessi unga söngkona þeirra er algert hæfileikabúnt, hlakka mikið til að fylgjast með henni í framtíðinni.

Nú er klukkan að slá í þrjú og þessi pistill er orðinn alltof langur. Svo að ég segi bara

GLEÐILEG JÓL

og verið góð hvert við annaðSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður

Kærar jólakveðjur til þín Bidda mín, vona að hátíð ljóss og friðar gefi þér kærleika í hjarta

Sjáumst hressar í janúar

Ásgerður , 24.12.2007 kl. 07:08

2 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert alldeilis dugleg að skella þér í matarboð, helt alene! 

Ég stakk upp á við Fjallið að fara svona door 2 door og syngja okkur inn í hjörtu nágranna okkar ..... honum leist ekkert á blikuna og ég fer þá bara ein!

Gleðileg jól og hafðu það dásamlegt um hátíðar!

www.zordis.com, 24.12.2007 kl. 11:12

3 identicon

Gleðileg jól elsku Bidda

Birna Pála (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 12:13

4 identicon

Gleðileg jól, og takk fyrir Þorláksmessukvöld! Skemmti mér konunglega ;)

Sjáumst á næsta ári!

Katrín (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 109265

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband