Ég ætti að verða oftar veik...

... og hanga heima aðgerðalaus. Í alvöru, ég get svo guðsvarið það. Það bara streyma frá mér uppgötvanirnar, eða streyma í hausinn minnTounge réttara sagt. Sú stærsta og besta er að sjálfsögðu sú að ég er ekki í námi eins og er. Ég er með ritgerð í smíðum, það hefur ekkert breyst, hinsvegar er ég smám saman búin að gera mér grein fyrir því að ég get ekki sinnt henni eins og er þar sem ég er að drukkna í öðrum verkefnum. Til hvers þá að láta hana liggja yfir mér eins og mara, hvaða skynsemi er í því? Hún verður tekin með trukki eftir jól eða um leið og ég verð búin að klára verkefnin í Árnastofnun. Þá verð ég líka bara í einni vinnu. Og þetta hefur í för með sér að ég get lesið allt sem mig langar til án sektarkenndar. Öfugt við þegar ég reyndi að lesa bókina um Matthías Jochumsson og náði ekkert að einbeita mér að henni vegna kvíða og spennu og skilaði henni ólesinni. Og jólabækurnar eru að hrúgast í búðir (og á bókasöfn) þessa dagana og bíða eftir mérHappy Og annað, ég er ekki að fara að taka eitt einasta próf í desember, alveg búin að klára þann pakka - nema ég fari í meira nám. Vá, hvar eru nú allar smákökuuppskriftirnar sem ég hafði ekki tíma til að baka í fyrra og hitteðfyrra? Maður getur bara farið að skella sér í jólagjafaframleiðsluna og haft þær ætar í ár. Og þó, þær voru ætar í fyrra og það hafði enginn lyst þegar komið var fram á aðfangadagskvöld. Nema Fundarstaðarkökurnar hans Shawns, þær hurfu hratt og vel.

Fundarstaðarkökur (Nanaimo bars)

Neðsta lag:

  • 125 ml. smjör
  • 60 ml. sykur
  • 75 ml. kakó
  • 1 egg
  • 1 bolli hveiti
  • 1/2 bolli brætt smjörlíki
  • 1/2 bolli púðursykur
  • 1/2 bolli saxaðar hnetur
  • 125 ml. kókosmjöl

Bræðið smjörið, sykurinn og kakóið. Bætið egginu út í og hrærið. Fjarlægið af hitanum og bætið hinu við. Þrýstið vel í tiltölulega stórt form. Kælið á meðan miðjulagið er gert.

Miðjulag:

  • 125 ml. smjör
  • 40 ml. rjómi (eða mjólk)
  • 1/2 tsk. vanilludropar
  • 500 ml. flórsykur

Hrærið saman smjörinu, flórsykrinum og vanilludropunum. Bætið rjómanum smám saman við. Dreifið jafnt yfir neðsta lagið.

Efsta lag:

  • 125 g. suðusúkkulaði
  • 30 ml. smjör

Bræðið, bíðið svo þangað til það er volgt en ennþá í vökvaformi og hellið yfir. Kælið í ísskáp.

Að lokum er þetta svo skorið í teninga, algert sælgæti í jólapakkann. Ég bjó þetta til í fyrra og það tókst vel en ég veit ekki af hverju það er bæði smjör og smjörlíki í neðsta laginu, ég myndi bara nota það fyrrnefnda. Og nú man ég ekki hvort ég mældi þyngd eða rúmmál á kókosmjölinu og öllu því, þetta er allt í millilítrum í uppskriftinni, það verður bara að koma í ljós. Og ég er með þá áráttu að breyta öllum uppskriftum, mér datt í hug að strá kókosmjöli yfir súkkulaðið áður en það harðnar, eða kannski flórsykri til að líta út eins og snjór, svo jólalegt skoHalo Ég var rosalega montin í fyrra, ég klippti út pappaspjöld og klæddi þau í álpappír og setti svo smjörpappír á milli laga, batt svo allt saman með lengjum úr samanvöfðum álpappír og út úr því komu hrikalega flottir silfur-konfektkassar handa mömmu og þeim systrum mínum sem voru svo heppnar að halda jólin með mérWhistling

En þetta kemur allt í ljós, ekki get ég gert það sama og í fyrra, er það? Á ég ekki bara að prjóna pottaleppa eða eitthvað? Ef einhver ættingi minn er að lesa, láttu þá vita af þér svo að ég sé ekki blaðrandi um jólagjafir eins og asniGrin

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband