Þessa sögu hef ég heyrt áður

Það muna ábyggilega margir eftir því þegar ungur strákur skrifaði um bróður sinn sem var nákvæmlega í þessari aðstöðu. Stórhættulegur maður sem hafði meðal annars orðið manni að bana en var á götunni í reiðuleysi og til alls vís, enda viti sínu fjær. Þjóðfélagið trylltist og umræðan um aðbúnað geðsjúkra fór upp úr öllu valdi. Svo fjaraði það út og ekkert breyttist. Þessi hvellur dugði ekki til.

Erum við í alvöru svo þroskaheft að það þurfi stöðugt að vera að segja dramatískar sögur af verstu sort til að halda athygli okkar vakandi? Af hverju mótmælum við ekki eins og siðaðar þjóðir og höldum því áfram þangað til að hlutunum hefur verið komið í lag, ekki bara lofað að þeim verði komið í lag? Hvernig er hægt að vera með afgang á fjárlögum en liggja á peningunum frekar en að sinna fárveiku fólki sem þarf á því að halda?

Þessi maður gæti líka orðið mannsbani. Hver mun axla ábyrgðina á því?


mbl.is Óttast hvað sonur minn gerir næst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

þetta er alveg hræðilegt að blessaður maðurinn sem er sárþjáður þurfi að vera svona ógn fyrir samfélagið!

Það væri nær lagi að eitthvað væri hægt að gera fyrir hann og aðra sem eiga við þvílíka raun að glíma.

www.zordis.com, 22.12.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Prófaðu bara að sjá fyrir þér hjartasjúkling í þessari stöðu. Frekar hæpið, er það ekki? Það virðist vera gert upp á milli fólks eftir því hvaða sjúkdóma það fær. Nú eru biðlistar út um allt en ég efast um að svona fárveikt fólk sé látið bíða nema aðeins þegar um geðsjúklinga er að ræða. Hugsanlega er því skellt á hann að hann sé dópisti og geti sjálfum sér um kennt, en því miður er það oft þannig að dópneysla er fylgifiskur alvarlegra geðsjúkdóma, eins konar veruleikaflótti og þegar víman blandast saman við ranghugmyndirnar er útilokað að svona veikur maður geti bjargað sér sjálfur. Enda höfum við heilbrigðiskerfi, við erum ekki Bandaríkjamenn!

Margrét Birna Auðunsdóttir, 22.12.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband