Greystelpan

Það er eitthvað hrollvekjandi við að lesa um Britney, þess vegna geri ég það og þú líka. Þetta er sagan af stelpunni sem sló í gegn sem barnastjarna en höndlaði ekki fullorðinsárin og við fáum allt í beinni útsendingu. Þessi saga hefur endurtekið sig reglulega í gegnum tíðina með nýjum aðalpersónum í hvert sinn og alltaf tökum við andköf þar sem við fylgjumst með á kantinum. Sem tónlistarkona er hún búin að vera, hún höfðar ekki lengur til litlu stelpnanna og virðist ekki hafa tekið út þann þroska sem þarf til að höfða til fullorðinna. Hún stefnir í að verða næsti Michael Jackson, við fáum að halda áfram að fylgjast með henni verða sífellt skrítnari og sökkva smám saman til botns.

En kannski stendur hún sig í meðferðinni stelpan, hún man kannski núna að hún á tvö smábörn.


mbl.is Britney Spears farin í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Vó ég er nýbúin að kíkja og svo allt í einu bara ný færsla! Vel gert! Gott að vita að ég er ekki sú eina sem er ofvirk í blogginu

Bjarney Bjarnadóttir, 21.2.2007 kl. 07:56

2 Smámynd: www.zordis.com

Döpur endurtekning ... við skulum vona að hún taki sig á og róist, spurning með "come backið"    Blessuð unga konan, blanda af eigin aumkun og athyglissýki eða hvað er hægt að kalla svona lagað ......

www.zordis.com, 21.2.2007 kl. 08:28

3 identicon

Geiri (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:07

4 Smámynd: Birna M

Já greystelpan. En heyrru, ég addaði þér inn í gær, þú átt bara eftir að samþykkja. Ég var smá tíma að fatta að ég var komin með nýtt lykilorð, ertu búin að fatta, það kom nýtt í emaili, útaf einhverju pikklesi. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður svo.. En ef þú hefur ekki fattað það , þá er nýtt lykilorð í emaili frá gh@mbl.is Knús og kvitt

Birna M, 22.2.2007 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 109265

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband