Bara til að geta fylgst með Despó

Það er bara einn þáttur í sjónvarpinu sem ég fylgist með og það er Desperate Housewives. Þar sem ég vinn óreglulegar vaktir hef ég forðast að koma mér inn í þáttaseríur sem ég get ekki fylgst með en á fimmtudögum er ég alltaf heima. En nú ber svo við að ég sé ekkert í sjónvarpinu nema snjókomu og suð. Ég hef aldrei náð Skjá1 og Sirkus og það hefur aldrei skipt mig máli en nú er Rúv svo gott sem dottið út líka og það er ekki nógu gott mál. Svo að Biddalitla hringdi nokkur símtöl til að fá sjónvarpsloftnetið í lag. Hefði getað gert það fyrir löngu en ekki nennt, það var hvortsemer ekkert Despó, ekki þá. Fyrsti loftnetskarlinn bauðst til að kíkja á dæmið fyrir 10 til 12 þúsund, eða eina og hálfa vinnustund og það væri bara hluti af kostnaðinum en sá næsti bauð allan pakkann með örbylgjuloftneti fyrir svipaðan pening. Þegar hann heyrði hinsvegar að litla húsið mitt væri lokað inni á milli fjögurra hæða húsa og það þyrfti að klifra upp á þakið til að strengja stálvír yfir í húsið mitt, þá leist honum ekkert á þetta. Svo að hann spurði hvort ég væri með ADSL. Ég spurði hvort hann væri að meina að ég gæti horft á sjónvarpið í gegnum tölvuna sem mér fannst ekki mjög spennandi. En þá benti hann mér á að ég gæti fengið lítið tæki hjá Símanum til að horfa á sjónvarpið í gegnum ADSL í fullkomnum gæðum, Skjá 1 og allt. Þetta hafði ég ekki grænan grun um, hugsa sér allt sjónvarpsefnið sem ég hef misst af undanfarin ár, ég hef bara ekki verið viðræðuhæf á almannafæri. En ég veit það þá núna, verst að það tekur 20 daga að fá línu og hvað eru það margir þættir af Despó?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú færð þér ADSL færðu líka voddið sem er rosalega sniðug vídjóleiga fyrir þá sem nenna ekki að standa upp!

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 09:36

2 Smámynd: www.zordis.com

Svo pantar maður skyndibita, fær heimsenda mjólk og það sem þarf.  Við þurfum varla að fara út úr húsi lengur!  ............ tæknin, með ólíkindum það sem hægt er að gera

www.zordis.com, 25.2.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Jesúsminn, ég get hætt að setja upp hárið, ligg bara fyrir og þamba mjólk

Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.2.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband