Drottinn minn dýri, dragðu mig upp úr mýri

BA-ritgerðin mín er stærsta verkefni sem ég hef nokkurn tímann átt yfir mér, þversumman af öllu sem ég hef lært í háskólanum undanfarin ár. Enda er ég búin að taka mér frí frá kórnum fram yfir vortónleika, ætla samt ekki að sleppa partíum og svoleiðis sálarbætandi samkomumWink. Ég vissi fyrst ekkert hvað mig langaði að skrifa um en eftir langa umhugsun ákvað ég að velja 17. öldina eða eitthvað þar um bil, fer svolítið eftir heimildum. Það er mikið til af heimildum en þær eru flestar handskrifaðar, sem þýðir mikla vinnu við að ráða í skriftina. Og núna er hugmyndin smám saman að fæðast, ég ætla að skrifa um hugarheim fólks í ólíkum stéttum. Það er dálítið sniðugt að hugsa sér að þegar ég var lítið krakkastýri og lá í bókunum hans pabba míns, þá var ein uppáhaldsbókin mín sjálfsævisaga séra Jóns Steingrímssonar, eldklerksins á Kirkjubæjarklaustri sem er frægur fyrir að hafa komið í veg fyrir að glóandi hraunið rynni yfir Kirkjubæjarklaustur í Skaftáreldunum. Ég þyrfti eiginlega að lesa hana aftur þó að hann passi ekki alveg inn í tímabilið. Og önnur uppáhaldsbók var Vídalínspostilla sem amma mín átti, mesta skemmtiefnið var að finna í henni fyndnar og asnalegar setningar. Ég hlýt bara að hafa verið upprennandi sagnfræðingur.

Lokaorðin eru einmitt úr Vídalínspostillu: Drottinn minn dýri, dragðu mig upp úr mýri. Leggðu mig upp á bakkann en brjóttu ekki á mér hnakkann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband