80.6%

Maður hefði haldið að hún fengi meira, verandi ein í framboði. Og svo segir hún að "hún myndi ávallt standa að baki Bjarna Benediktssonar, nýkjörins formanns." Líka þegar hún er ósammála honum? Er hún kannski búin að ákveða að vera alltaf sammála honum? Ætlar hún kannski bara að vera hálfgerður ritari hjá honum?

Og svo get ég ekki skilið af hverju hún bauð sig ekki fram til formanns sjálf. Ætli hún hafi ekki bara verið komin upp undir glerþakið? Allavega virðist hafa verið löngu ákveðið að Bjarni yrði formaður en ekki hún og þá hlýðir hún því bara. Ég hélt að það byggi meira í henni.


mbl.is Þorgerður Katrín fékk 80,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil aðeins leiðrétta þig, hún var ekki ein í framboði og þess vegna 80,6 % nokkuð gott fylgi...

Helga (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hún var sú eina sem sóttist eftir varaformannsembættinu. Annars er það aukaatriði, aðalatriðið er af hverju hún sóttist ekki eftir formannsembættinu. Ég held að hún hafi verið komin upp undir glerþakið sem konur þekkja svo vel, nú kemst hún ekki lengra á framabrautinni. Mér finnst lélegt af henni að taka ekki slaginn við erfðaprinsinn.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 29.3.2009 kl. 19:46

3 identicon

nei, hún var ekki sú eina sem sóttist eftir varaformannsembættinu ..þau voru 3 sem gáfu kost á sér til varaformanns!!!

Helga (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 21:32

4 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Samkvæmt fréttinni var hún langt frá því að vera eini frambjóðandi.

Kristján Þór Júlíusson fékk 62 atkvæði, Halldór Gunnarsson 53 atkævði og 98 atkvæði skiptust á milli 25 annara frambjóðenda

Get ekki séð betur en það hafi verið 28 frambjóðendur með henni talinni!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 30.3.2009 kl. 10:24

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Gott og vel, það er samt aukaatriði. Reyndar held ég að það sé þannig að það sé hægt að kjósa hvern sem er sem er kjörgengur á annað borð.

En það sem slær mig er að hún segist ávallt ætla að standa að baki formanninum, þýðir það að hún ætli ekki að hafa sjálfstæðar skoðanir? Er hægt að gefa svona yfirlýsingar nema manneskjan sé ákveðin í því að vera alltaf sammála honum?

Og að hún skyldi ekki gefa kost á sér til formanns eftir allan þennan tíma í forystusveitinni, af hverju í ósköpunum? Hún hefur ekki virkað metnaðarlaus hingað til.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 30.3.2009 kl. 11:02

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Og svo minnir mig endilega að hún ein hafi lýst áhuga á embættinu. Allavega heyrði ég frétt um það. Þessir 28 sem fengu atkvæði höfðu ekki endilega gefið kost á sér, þeir voru einfaldlega kjörgengir eins og allir í Sjálfstæðisflokknum. Svona ef þetta á að vera eitthvert aðalatriði.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 30.3.2009 kl. 12:16

7 identicon

það þarf ekkert að vera aðalatriði, en það er allt í lagi að fara rétt með staðreyndir þar sem þú ætlar að hún ætti að fá meira fylgi.

hún lýsti ekki ein yfir áhuga heldur einn annar, og svo ætlaði loftur altice að bjóða sig fram í formann en sagið í ræðu sinni að hann væri meira varaformannsefni svo þau voru 3 sem gáfu kost á sér.

Helga (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 19:55

8 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Helga mín, þú talar um að fara rétt með staðreyndir. Ég gerði það þar sem ég var að vitna í frétt um að hún væri ein í framboði. Hafi það verið fleiri vissi ég ekki af því. Er þetta ekki nokkuð skýrt?

En annað hvort er metnaður hennar eitthvað að dala eða henni hefur verið gerð grein fyrir því að formannsembættið væri ætlað öðrum. Finnst þér það eðlilegt? Mér finnst það allavega ekki.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 31.3.2009 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband