Sölumaður Krossins og kaffi fyrir svefninn

Það var strákur úti í Nóatúni í dag að selja geisladiska og penna til styrktar áfangaheimili Krossins. Nú er ég ekki hrifin af því þegar trúarsamtök taka að sér áfengismeðferðir, ég meina, hvaða trygging er fyrir því að meðferðin sé á faglegum nótum en ekki bara í formi bænahalds? En samt, það finnst örugglega mörgum kostur að geta valið sjálfir sína leið til edrúmennsku. En mér fannst svolítið dýrt að kaupa diskinn á 2.500 kall. Sérstaklega þar sem annar var með Páli Rósinkrans - sem ég get ekki hlustað á án þess að fá útbrot, það er afskaplega langt síðan sá söngvari hefur hreyft við mér, og hinn var með barnalögum úr sunnudagaskólanum. Ég hefði kannski frekar átt að kaupa hann og rifja upp gömlu lögin, Rís upp með fjör og stíg á stokk og allt þetta sem er nánast allt gleymt en er frekar krúttlegt í endurminningunni. Það er kannski dálítið ólánlegur tími núna að standa í fjáröflun, miðað við fréttirnar undanfarið. En kannski rennur einhverjum blóðið til skyldunnar, einhverjum öðrum en mér. Svo að ég afþakkaði kurteislega.

Það er hollt og gott að fá sér kaffi fyrir svefninn. Sérstaklega þegar það er sungið af Blekblettunum. En svo eru Blekblettirnir ekki lengur aðgengilegir á jútúb svo að við fáum Manhattan Transfer í staðinn, þeir gerðu þetta lag einmitt frægt þegar ég var úllingur. En þá er búið að taka þá út líka, ég sem hlustaði á þetta fyrir tveimur tímum. Það eru margar útgáfur af Java Jive á jútúb en allt í einu eru þær allar dottnar út nema ein, The Jesus Freaks. Skemmtilegt í einmitt þessari færslu um sölumanninn frá Krossinum. En Jesúfríkin leyfa ekki tengingu svo að ég get bara sett hlekk. Vonandi dettur þetta ekki út líka.

En kaffið er komið í bollann, enjoy!!!

kaffi

 

 

 

 

 

THE JAVA JIVE

I love coffee, I love tea
I love the java jive and it loves me
Coffee and tea and the jivin and me
A cup, a cup, a cup, a cup, a cup!

I love java, sweet and hot
Whoops! Mr. Moto, I'm a coffee pot
Shoot me the pot and I'll pour me a shot
A cup, a cup, a cup, a cup, a cup!

Oh, slip me a slug from the wonderful mug
And I cut a rug till I'm snug in a jug
A slice of onion and a raw one, draw one.
Waiter, waiter, percolator!

I love coffee, I love tea
I love the java jive and it loves me
Coffee and tea and the jivin and me
A cup, a cup, a cup, a cup, a cup!

Boston bean, soy bean
Lima bean, string bean.
You know that I'm not keen for a bean
Unless it is a cheery coffee bean.

I love coffee, I love tea
I love the java jive and it loves me
Coffee and tea and the jivin and me
A cup, a cup, a cup, a cup, a cup!

I love java, sweet and hot
Whoops! Mr. Moto, I'm a coffee pot
Shoot me the pot and I'll pour me a shot
A cup, a cup, a cup, a cup, a cup!

Oh, slip me a slug from the wonderful mug
And I cut a rug till I'm snug in a jug
Drop me a nickel in my pot, Joe, Takin it slow.
Waiter, waiter, percolator!

I love coffee, I love tea
I love the java jive and it loves me
Coffee and tea and the jivin and me
A cup, a cup, a cup, a cup, a cup, boy!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Krossinn rekur ÁFANGAHEIMILI,en ekki MEÐFERÐ.Mikill munur þar á.Og þú getur hvergi verið fullviss um að faglega sé staðið að hlutunum.Hvorki hjá trúfélögum eða öðrum.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Já auðvitað, það er alveg satt. En ég vil nú trúa því að það sé unnið faglega á Vogi sem er eina sjúkrahúsið sem er sérhæft í áfengismeðferð.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 10.10.2008 kl. 09:17

3 identicon

ertu ekki með mail?

Svo er krossin goður er það ekki hvað með svabba?

Kristín Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 20:42

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

margrau@hi.is, hvernig fór þetta með Gest?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 11.10.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 109330

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband