Plömmerinn var að fara

og kraninn míglekur enn. Það þarf að skrúfa heita vatnið af húsinu og til þess þarf að skríða niður í kjallara sem er varla manngengur og auk þess ljóslaus. Hann er undir gamla húsinu sem var byggt í kringum 1880 þegar hitaveitan var ekki enn orðin til. Ætli hann hafi ekki bara verið kolakjallari í upphafi.

Allavega réði bakveikur pípulagningamaður ekki við að skríða þarna inn, hann ætlar að senda strákinn. Málið er bara að núna er vinnutörn framundan hjá mér og ég hef engan tíma fyrr en eftir helgi. Þá verður komin vika af stanslausu rennsli úr heitavatnskrananum í sturtunni og rakalyktin sem er núna bundin við baðherbergið/forstofuna/þvottahúsið verður komin út um allt hús. Það er alveg bannað að heimsækja Bidduna þessa dagana, heimili mitt er eins og hreysi.

Þetta gengur vonandi á mánudaginn því að á þriðjudaginn er fólki boðið í mat og þá vil ég hafa allt spikk og span.

Og ég ætla ekki einu sinni að leiða hugann að reikningnum.

Og núna þarf ég að rjúka af stað því að ég á að mæta á trúnaðarmannafund á eftir. Ég var alveg hætt að skilja í öllum þessum trúnaðarmannapóstum sem ég var alltaf að fá frá stéttarfélaginu mínu en svo fékk ég bréf með nafninu mínu á og þá rifjaðist upp að ég hafði einhvern tímann tekið þetta að mér. Ekki góður trúnaðarmaður sem sagtW00t

Ég ætla nú að fara á þennan fund og fá praktískar upplýsingar, það á að fara yfir vaktaskýrslur og eitthvert svoleiðis dót. Svo fær eftirmaður minn það allt í hendur.

Hér ætlaði ég að gúgla einhverjum fyndnum myndum af iðnaðarmönnum með plömmer en fékk bara síður með honum Kristófer ðe PlömmerWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ekki óskastaðan en gæti verið verra!  Vonandi verður Mr.Propper búinn að taka húsið i gegn og fjarlægja alla rakalykt!

Nú getur þú farið á trúnaðarskeið áður en þú afhendir af þér.

www.zordis.com, 9.10.2008 kl. 18:30

2 identicon

Þegar ég heyri orðið plömmer, þá kemur skora alltaf upp í hugann. Get ekki að því gert.

Og svo verður mér alltaf hugsað til Fóstbræðrasketch með Óskari Jónassyni sem einhverri ofurhetju, og Helga Braga var að leika lonely horny húsmóður í klámmynd og Benedikt Erlingsson að leika plömmer í stórkostlegu átfitti ... og eftir innkomu Óskars....heyrist tautast í Benna: Ha... á maður ekki að fá að ríða hérna?? ha?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég var einmitt að reyna að gúggla mynd af rassaskoru en fékk bara Christopher Plummer

Fóstbræður eru góðir, sé alveg fyrir mér þessa lonely horny housewife, ætli hún hafi líkst henni Gyðu Sól??

Margrét Birna Auðunsdóttir, 9.10.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 109242

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband