Höfum við rétt til að afþakka eða höfum við hann ekki?

Það segir í þessari frétt að fólk hafi ekki nýtt sér rétt sinn til að afþakka ruslpóst. En svo segir Pósturinn, man ekki, einhver sagði það allavega, að það væri skylda að bera út allan póst og fólk yrði bara gjörsovel að taka við honum. Höfum við þá semsagt rétt til að afþakka ruslpóst? Gott væri að fá þetta á hreint.

Annars veit ég um sniðugt ráð sem gæti dugað, endursenda bara helvítið! Það kæmi upplit á einhvern ef allir póstkassar landsins fylltust af Intersport- og Húsasmiðjubæklingum. Það gæti kannski tekið viku, kannski tvær, en eftir það ætti þetta að hætta að berast.


mbl.is Húseigendur beri ekki kostnað vegna ruslpósts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ég vinn við það að bera út póst og síðan seinasta vor er pósturinn hættur með gula miða(engan ruslpóst). Síðan var okkur sagt að við ættum ekki að taka mark á handskrifuðum miðum(sem við förum EKKI eftir). Við úburðarfólkið erum sammála því að ef að fólk vill ekki fá ruslpóstinn eigi rétt á því þótt og gerum það(allavegana þeir sem ég veit um) og óhlýðumst yfirmönnum okkar.

Tab (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:23

2 identicon

Hvurslags óréttlæti er það að meiga ekki afþakka ruslpóst !!!!!!! Bara alveg út í bláinn, mér finnst útburðarfólk (pósturinn) eigi bara að taka tillit til þess að það hafa ekki allir gaman að þessum ruslpósti endalaust svo ég tali ekki um í kringum jól og páska þegar þetta flæðir út um allt :( Og það er lika soltið annað í þessu út af öllum þessum rulspósti kemst kanski ekki allt það mikilvæga í póstkassana .... póstkassar eru ekki botnlausir gámar !!!!

Anna (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:04

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nei ertu komin aftur:) frábært!!!

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.3.2008 kl. 14:35

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ps. Varðandi ruslpóstinn þá er það bara óþolandi að geta ekki sagt nei fyrir utan alla papírsneysluna sem ég er mjög mikið á móti.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.3.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Hilmar Einarsson

Öll mál hafa tvær hliðar.

Ruslpóstur er eins og nafnið gefur til kynna ein tegund af "pósti"  Það er nú einusinni í hlutarins eðli að eru einhverjir aðilar jafnt einstaklingar sem fyrirtæki sem greiða póstfyrirtækjum peninga fyrir þá þjónustu sem starfsleyfi þeirra gengur út á, nefnilega að dreyfa pósti. 

Ef póstur sem greitt hefur verið fyrir að koma til skila gerir það ekki er um mjög alvarlegt mál að ræða.  Póstburðarmaður sá sem hér skrifar að framan er þannig að svíkjas verulega undan.  Hvað ætlar þessi aðili að gera ef hann fer að vinna á kassa í verslun ætlar viðkomandi að stinga undan einhverjum vörum eftir einhverri hentisemi. 

Það er einfaldlega skylda þeirra sem taka að sér þjónustu gegn greiðslu að skila af sér því sem greitt er fyrir.

Hitt er svo annað mál að það er eðli nútíma þjóðfélags að hinir og þessir keppast við að reyna að koma sér á framfæri.  Hver ætlar að taka að sér að flokka niður góðan og vondan ruslpóst.

Dæmi eru t.d. um að fólk klagar blaðbera fyrir að bera til sín svokölluð fríblöð, fólk klagar líka ef það fær þessi blöð ekki. 

Ég þekki perósnulega það að klagað er yfir því ef ákveðnir jólagjafabæklingar fyrirtækja berast ekki í hús en svo sé klagað í næsta húsi ef sami bæklingur berst þangað. 

Það fer ógurlega í taugarnar á sumum að þurfa að horfa á auglýsingar í sjónvarpi, en sumir hafa gaman af þeim.   

Eitt að lokum.  Póstkassar eru víst botnlausir gámar ef fólg bara tæmir þá.  Ég skora á ykkur að kíkja inn í andyri einhverra fjölbýlishúsa.  Þar eru iðulega fuyllt af nánast tómum póstkössum meðan aðrir eru alltaf stappfullir, þó svo að viðkomandi móttakendur séu heima hjá sér.

Amen 

Hilmar Einarsson, 27.3.2008 kl. 14:41

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Sko, talandi um fulla póstkassa. Ég átti við þessa rauðu sem Pósturinn er með á sínum vegum, ekki okkar eigin persónulegu póstkassa.

Í alvöru, ef við tækjum okkur öll saman og skiluðum auglýsingabæklingunum þangað sem þeir komu, þá kæmi kannski annað hljóð í strokkinn. Þá væri Pósturinn auðvitað skyldugur til að bera Intersportbæklingana upp í Intersport, Húsasmiðjubæklingana í Húsasmiðjuna og svo framvegis. Væri það ekki frábært? Í alvöru, þetta tæki svona viku og eftir það værum við laus við allan ruslpóst um laaaanga framtíð.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 27.3.2008 kl. 16:12

7 Smámynd: www.zordis.com

Ruslpóstur er ferlegur!  Þar sem ég bý er spes grind fyrir ruslpóst sem fer ekki í eiginlega kassa ætlaður bréfum og öðru mikilvægu efni!

Gott mál að bara tilkynningar um happadrættisvinninga og ástarbréf í póstkassann!

www.zordis.com, 27.3.2008 kl. 23:08

8 Smámynd: Gísli Tryggvason

Eitt er nafngreindur póstur sem skylt er að bera út.

Annað er ónafngreindur póstur sem sumir nefna ruslpóst; sá skiptist í fjölpóst (auglýsingar), fríblöð (með ritstjóra) og tilkynningar (t.d. um kosningar og veitulokanir). Fjölpóst og fríblöð hafa neytendur að mínu mati rétt á að afþakka en sá réttur hefur ekki verið virkur (eða virtur) eins undanfarið eins og staðfest er í athugasemdum hér að ofan. Í nefnd á vegum PFS vinn ég að því að virkja þennan rétt neytenda; sjá nánar fréttir á www.talsmadur.is.

Gísli Tryggvason, 27.3.2008 kl. 23:40

9 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Mér finnst þetta bara eins og með símaskránna, ef maður hefur ekki áhuga á að láta ónáða sig með könnunarsímtölum þá má maður setja X fyrir framan og fyrirtækjum ber að virða það og mega ekki hringja í viðkomandi. AUÐVITAÐ á maður að hafa sama rétt gagnvart ruslpósti, eða fjölpósti eða hvað sem fólk kýs að kalla þetta. Ég er með handskrifaðan miða á póstkassanum mínum að ég vilji ekki fjölpóst, og hefur sú ósk mín verið tekin til greina og er ég þeim aðila verulega þakklát! Ég er lítið heima hjá mér og ÞOLI EKKI þegar póstkassinn minn er byrjaður að æla intersportbæklingum og fleira, og ég þarf að gramsa eftir bréfunum mínum! Að sjálfsögðu eigum við að hafa val um þetta eins og annað...

Bjarney Bjarnadóttir, 31.3.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 109242

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband