Ef þú ert hrædd við kreppu, kauptu þá raftæki

raftæki Sko, ekki halda að ég standi ekki við mín prinsipp, prinsipp eru sko alltaf prinsipp! En ég bara fékk kláðann í dag þegar ég heyrði fyndnustu frétt ársins í úbartinu. Það er yfirvofandi kreppa í landinu og venjulegt fólk dregur saman seglin, lætur sjónvarpið endast aðeins lengur og svona. En ekki Íslendingurinn, hann kaupir RAFTÆKI!!! Sumir fara í huggunarát eða drekkja sorgum sínum í brennivíni, aðrir kaupa raftæki. Annars hélt ég að leikfangaútsölurnar hefðu tekið við af raftækjaútsölunum gömlu og góðu.

Margföld sala á raftækjum

Stjórnendum raftækjaverslana ber saman um að salan hafi aukist mikið síðustu daga. Fólk sé hrætt við hækkandi vöruverð. Gestur Hjaltason, framkvæmdastjóri ELKO, segir að salan þar hafi tvö til fjórfaldast síðustu daga.

Fréttastofa ræddi við stjórnendur nokkurra raftækjaverslana í morgun og þeim bar saman um að salan hefði verið lífleg síðustu daga.

Stefán Sigurðsson verslunarstjóri í Max raftækjum í Kauptúni í Garðabæ segir að þar á bæ hafi menn orðið varir við greinilega aukningu í sölu á raftækjum, heimilistækjum á borð við ísskápa og þvottavélar. Fólk sé hrætt við hækkanir vegna gengisbreytinga og vilji tryggja sér raftæki á gamla verðinu.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item198243/

Kannski er bara í góðu lagi að vera með tvö blogg, það gamla þegar tjáningarþörfin er að drepa mig og auglýsingablikkið setur mig alveg út af laginu, og svo þetta fyrir allt hitt bullið. Og ef auglýsingablikkið fer alveg með mig, þá má svosem borga þennan 300 kall eða hvað það var aftur, það hefði bara átt að bjóða það um leið og þessum auglýsingum var troðið upp á mann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ekki fann ég fyrir kreppuhjali í nokkrum manni!  Vikan leið reyndar ógurlega hratt enda tæp. 

Takk fyrir mailið og ég á inni hjá þér sopa þegar ég kem næst.

Kreppuhjal er þetta!

www.zordis.com, 26.3.2008 kl. 20:01

2 identicon

Á ekki líka að kaupa bíl? Og spara milljónir í leið? Gott að vera enn þýsk ríkisborgara og sparsöm...

meike (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 109330

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband