Ostur

Ég hef úldinn matarsmekk. Hákarl kemur mér til að slefa og ég gæti étið skötu flesta daga ársins ef hún er almennilega kæst. Bragðlaus skata er ógeð.

Mér finnst bragðsterkur ostur góður. Gráðostur er unaður og Parmesan nauðsyn og eftir að ég uppgötvaði ostinn í grænu umbúðunum, ah, hvað heitir hann aftur? Man ekki, ég gái bara að ostinum í grænu umbúðunum. Já, Óðalsostur.

En nú hef ég eignast nýtt uppáhald. Ísbúa. Ég er reyndar alltaf næstum búin að kalla hann Nýbúa, alveg óvart. Mér finnst Ísbúi svo góður að mig dreymdi hann í nótt. Mig dreymdi að ég var að dásama þennan ost við einhverja góða manneskju og lýsti honum þannig að hann smakkaðist eins og það hefði verið migið yfir hann. Ég var, eins og ég sagði, að dásama þennan ost.

Matur handa BidduLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Elsku kjéddlingin, það væri almennilegt að lenda í partý með þér og næla sér í kósý miðnætursnarl!

SVo gætum við tekið lagið saman, lofa engu um tónfegurð mína en gaman verður það! 

www.zordis.com, 23.11.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Úldið og bragðgott miðnætursnarl

Margrét Birna Auðunsdóttir, 23.11.2007 kl. 23:00

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Gráðostur?  sorrý! Ég get ekki lýst á prenti þegar ég var plötuð til að smakka hákarl fyrst. Ekki heldur þegar mér var sagt að brennivín dræpi bragðið

Semsagt...

Laufey Ólafsdóttir, 24.11.2007 kl. 15:38

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Já brennivín Að maður skyldi ekki læra fyrr að drekka það óblandað (og ískalt). Minningin ein um brennivín í kók kallar fram hjá mér ælubragð og reyndar líka ófáar minningar um sveitaböll þar sem pabbi þinn var oftast að spila

Ég held að ég bjóði þér ekki í mat

Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.11.2007 kl. 00:15

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Nei en við gætum spilað bingó Pabbi minn já? Hann hefur margt á samviskunni

Brennivín og kók Eigum við ekki bara að segja bingó og bjór?

Laufey Ólafsdóttir, 27.11.2007 kl. 04:53

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Bingó og bjór

Margrét Birna Auðunsdóttir, 29.11.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 109245

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband