Hetjan hún mamma

Það er nú fjör í þessu. Hringdi í mömmu í kvöld og hún var flissandi og skríkjandi á meðan við töluðum saman því að húsið gerði ekki annað en að hoppa og hristast. Sko, þarna fór ljósakrónan af stað... Bara bein útsending í símanumW00t Það er gott að hún getur hlegið, hún fór ekki svo vel út úr Suðurlandsskjálftanum um árið eins og sjá má í færslunni hér að neðan.

miðvikudagur, september 6, 2006

Hetjan hún mamma

Hetja vikunnar er hún mamma mín. Hetja ársins kannski frekar. Í vor tók hún sig til og ákvað að taka baðherbergið í gegn, ekki síst til að losna við litlu pöddurnar sem voru farnar að láta á sér kræla á síðustu árum. En verkið var talsvert stærra en í upphafi var talið. Í Suðurlandsskjálftanum sumarið 2000 brotnuðu lagnir undir húsinu og því hafa allar hægðir heimilisfólksins síðustu sex árin safnast upp í grunninum í stað þess að skolast út í sjó; þessvegna pöddurnar.

Mamma er ekkert að kaupa vinnu þegar hún getur unnið verkið sjálf með aðstoð vina og kunningja og þess vegna hefur þetta verið unnið mest eftir hendinni. Skiljanlega gat hún ekkert notað salernið eftir að þetta komst upp og því tengdi hún það inni í þvottahúsi með vatn í fötu til að sturta niður. Þetta kallar maður að bjarga sér. Núna er bróðir hennar búinn að flísaleggja baðið og það er nýr sturtuklefi og klósett á leiðinni, á bara eftir að tengja það.

Mömmu finnst engin ástæða til að stoppa þegar hún er á annað borð byrjuð að framkvæma og því er hún komin vel á veg með að klæða húsið að utan með aðstoð gamals manns sem leigir hjá henni. Þau eru búin að negla ullarplötur utan á allt húsið og nú er bara beðið eftir klæðningunni.

Mamma var að byrja í sumarfríi, þetta hefur semsé allt verið unnið eftir vinnu á daginn. Hún ætlar ekki að slaka á í sumarfríinu þó að einhverjum gæti hún fundist eiga hvíldina skilið. Ónei, hún er búin að ráða sig í sláturtíðina þar sem verður unnið í 14-15 tíma á dag næsta einn og hálfa mánuðinn.

Því má bæta við að mamma er jafnaldra Pauls McCartney, 64 ára síðan í júní.

mbl.is Áframhaldandi skjálftar við Selfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Svona hetjur .....  Mömmur skynja hættustig tilverunnar en hún mamma þín er vissulega huguð kona!  Skjálftakveðjur á Suðurlandið.

www.zordis.com, 21.11.2007 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 109201

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband