Ljúft kvöld að baki

Það eru tónleikar um næstu helgi og þegar Bidda leit í spegil í morgun sá hún að því varð ekki lengur frestað að fara í framköllun. Framköllun felst í augnbrúna- og augnháralitun og plokkun og það er enginn færari til þess en einmitt hún Drífa systir mín. Það fylgir þessu geggjaða þjóðfélagi sem við búum í að það er sjaldan tími til heimsókna og því síður ef það kostar að sitja í strætó í klukkutíma hvora leið. Þess vegna býð ég Drífu í mat í hvert skipti sem daman fer að fölna ásýndum og hún kemur með gullmolana sína tvo með sér. Allir græða á því, ég fæ plokk og lit, hún sleppur við að elda og krakkarnir fá að hitta uppáhaldsfrænkuna. Í kvöld eldaði ég nautagúllas og krakkarnir rifu það í sig með græðgi, næst elda ég stærri skammt. Gúllas er sérrétturinn hennar mömmu, enda kalla krakkarnir það ömmukollugúllas. Ég sleppti því reyndar að gera kartöflumús en leynivopnið hennar mömmu er flóuð mjólk, skrýtið, ég hef aldrei hitt neinn annan sem notar flóaða mjólk í kartöflumús en þið ættuð bara að prófaSmile Ég hafði lítinn tíma til að elda þar sem ég fór í sund eftir vinnu og lá lengi í pottinum. Svo að ég henti kartöflunum í pott og gúllasinu í annan pott þar sem ég lét það loka sér við háan hita og kryddaði með salti og svörtum pipar, bætti svo við vatni, sósujafnara og lárviðarlaufi og lét malla á meðan kartöflurnar suðu. Algjör skyndiréttur! Einu sinni þurfti ég að senda ítalskan vinnufélaga minn út í búð til að kaupa lárviðarlauf og hvernig í ósköpunum átti ég að útskýra hvað það var? Jú, það voru laufblöðin sem Júlíus Sesar er með á hausnum, þá skildi hannGrin

En kvöldið var semsagt ljúft. Janus Andri horfði á Home Alone inni í stofu og hláturinn í honum smitaði inn í eldhús til okkar. Heiðrún Ásta lék sér í Barbie í tölvunni og við Drífa fengum langþráð tækifæri til að sitja og tala saman um allt þetta helsta sem maður nennir ekki að tala um í síma. Alveg nauðsynlegt og meinhollt. Semsagt annar krakkinn í tölvunni og hinn við sjónvarpið og við kjaftandi inni í eldhúsi. That's my familyLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mamma notar alltaf flóaða mjólk og ég geri það líka. mér finnst það miklu betra. hún lætur nú mjólkina í sama pott og kartöflurnar eru og hefur hana þar til að mjólkin fer oní.

Gulla (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 14:20

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Setur hún þá mjólkina í pottinn þegar hún er búin að taka kartöflurnar upp úr? Kannski ekki vitlaust, þetta er náttúrlega grænmetiskraftur

En fólk verður voðalega furðulegt í framan þegar ég segi frá því að ég flói mjólkina og tekur ekki í mál að prófa

Við erum greinilega geggjaðar húsmæður, þú og ég

Margrét Birna Auðunsdóttir, 21.11.2007 kl. 00:28

3 identicon

jebb.. lætur mjóllkina hitna meðan hitt er að hrærast... hehe... ég held nú bara að þetta tengist sko sveitafólkinu.... ég man ekki eftir öðru en þessu.. minnir jafnvel að amma hafi einnig gert þetta.. uss.. fólk verður nú að smakka til þess að dæma

Gulla (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 00:37

4 identicon

Mamma mín flóar alltaf líka mjólkina. Annars varst þú eitthvað að þvælast í draumum mínum í nótt vinkona.

siggadisa (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 109245

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband