Þetta er nú aldeilis merkilegt

Biddalitla bara búin að lesa öll þau blogg sem hún nennir að lesa og nennir ekki að lesa meir. Ég datt samt ekki á höfuðið. Yfirleitt er það tölvan sem sogast föst við mig, ég get ekkert að því gertLoL

Nei annars, ég er bara svona yfir mig útkeyrð eftir daginn, það tekur á að eyða heilum vinnudegi í að sitja í þægilegum leðurstól og prjóna. Eða kannski tók bara svona á að syngja Beethoven stanslaust í tvo tíma núna í kvöld. Þessi messa er ekkert smá erfið og ég á ennþá eftir að læra Agnus Dei. En það er svo merkilegt að því erfiðara sem verkið er, því fallegra er það og þetta er ekki bara það erfiðasta heldur líka það flottasta sem ég hef nokkurn tímann sungið. Allir aðdáendur Háskólakórsins og Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins eða Ungfóníu, endilega takið frá 25. og 27. nóvember. Miðar hjá mér á skitinn þúsundkall, helmingi minna fyrir börn, aldraða og námsmenn.

Allavega, ég er alveg steindauð núna, best að fara að bæla mig svo að ég geti mætt í vinnuna í fyrramálið og haldið áfram að prjóna. Og læra Agnus Dei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ætlar að selja mér eins og einn til tvo miða (ekki alveg ákveðið enn hvort við komum bæði). :) Hlakka ekkert smá til!

Pálína (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 11:05

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Geri það, verð í sambandi við þig næstu daga.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.11.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband