Næst kemur að Vesturbæjarskóla, er það ekki?

Það voru nú einhverjir krakkar sem tóku sig til og kvörtuðu til borgarstjórnar, ég man það vel því að Vesturbæjarskólinn er beint á móti heimili mínu og frænkuskottin mín fara þangað til að leika sér þegar þau eru hjá mér. Þarna er ein skitin róla, eða kannski tvær. Rennibrautin var tekin niður vegna slysahættu, enda snarbrött og reist utan í stórum steini, ég sótti einu sinni litla dömu þangað sem lá og grét eftir að hafa dottið illa. Suðurlóðin er einn stór malarvöllur og restin er ýmist malbikuð eða steinlögð. Þegar 2-3 frænkuskott nenna ekki að leika sér þarna þegar þau hafa alla lóðina fyrir sig, hvað mega þá nemendur skólans segja þegar þeir eru að slást um þessi örfáu leiktæki? En það bólar ekkert á endurbótum.
mbl.is Nemendur Langholtsskóla fá loks skólalóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Gamli Styrimannaskólinn, þarna var ég í skólakór ... lét fótbolta á malbikuðum vellinum og undi mér vel.  Lenti reyndar aldrei í brunaæfingu þrátt fyrir að hafa verið í 12 ára bekk á efri hæðinni í heilt ár, alveg óslitið!

Svo þú býrð á mínum æskuslóðum

www.zordis.com, 16.11.2007 kl. 22:09

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Er ekki gamli stýrimannaskólinn uppi á Öldugötu eða einhvers staðar þar í tveggja hæða húsi? Mig rámar eitthvað í að Vesturbæjarskólinn hafi einu sinni verið þar en núna allavega er hann á Sólvallagötunni beint á móti mér í frekar nútímalegri byggingu þar sem fyrir framan eru stórir steinhnullungar með horn eins og naut. Mjög listrænt en hentar illa sem leiktæki. Endilega upplýstu mig

Margrét Birna Auðunsdóttir, 16.11.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband