Nótt um miðjan dag - og fram á kvöld

Ég man hvað ég hugsaði þegar ég heyrði fyrst talað um Menningarnótt. Að allskyns söfn og menningarstofnanir myndu hafa opið fram undir morgun og allskonar furðukvikindi færu á kreik í skjóli nætur, mér fannst það rosaleg hugmynd. En svo er þetta bara dagurinn og fram á kvöld. Alveg allt í lagi en þá er þetta bara eins og hver önnur útihátíð. En auðvitað er dagurinn praktískari, ég skil það alveg.

hestataskaHeiðrún Ásta og Janus Andri buðu í afmælið sitt og við grilluðum í Heiðmörkinni. Ef ég ætti nú almennilega myndavél, þarf að gera eitthvað í því, þessar myndir eru tveggja ára gamlar. Loksins gat ég afhent útsaumuðu töskuna og hún sló heldur betur í gegn. Ég breytti nafninu í Birta því að allir hennar Barbíhestar heita það, og setti svo hennar eigið nafn á bakhliðina. Svo setti ég fóður innan í og lengri ól til að hún gæti haft hana á öxlinni.

Þegar afmælið var búið fórum við Vallý og Drífa með krakkana í bæinn. Sáum Selinn Snorra í Heilsuverndarstöðinni, fórum svo upp í Hallgrímskirkjuturn og Safn Einars Jónssonar. Á Skólavörðustígnum voru einþarma síamstvíburar sem buðu upp á handayfirlagningar og millifótalagningar og voru allir í sömu nærbuxunum. Á Mokka var svo brjálað að gera að stelpugreyin vissu varla hver pantaði hvað og þetta var allt í tómu tjóni en það gerði ekkert til, við vorum ekkert að flýta okkur og vorum hvíldinni fegnar. Í portinu við Q-bar var hljómsveit að spila og söngvarinn var svo fullur og falskur að það var alveg sprenghlægilegt, sérstaklega þegar þeir tóku Runaway með Del Shannon.

Á Austurvelli klifruðu Dagur og Kristófer upp á styttuna af Jóni Sigurðssyni og svo settumst við inn í Dómkirkjuna þar sem barokktónleikar voru í gangi. Við læddumst upp á loft og þar sátu krakkarnir eins og ljós og hlustuðu á verk eftir Monteverdi og félaga, alveg dásamlegt. Við þurftum hálfpartinn að draga þau út. En eftir smástund voru þau aftur byrjuð að klifra upp á styttur bæjarins enda batteríin fullhlaðin. Þá fórum við aftur að fikra okkur upp Laugaveginn í átt að Sólfarinu enda farið að líða að flugeldasýningunni. Og bættum við okkur tveimur systrum í viðbót, þá vorum við allar fimm saman komnar. Og það er opinbert leyndarmál að besti staðurinn til að horfa á flugeldana er sitjandi á steinunum við Sólfarið. En við höfum það bara okkar á milli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alvöru Menningarnótt, svona fyrirbæri er til í Munchen: „Die lange Nacht der Museen“. Fyrir 15 Evru getur þú farið í allskyns söfn, kirkjur..., fara í strætó á milli, frá klukkan 12 um hádegi til klukkan 8 hinn morguninn...

 

 

meike (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 109330

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband