Súperfrænka í viku

Eins og börn eru yndisleg þá er ósköp gott að geta skilað þeim aftur. Sveinbjörn bróðir "gleymdi" að segja mér frá því að það væru þrír kettlingar komnir á heimilið og að sjálfsögðu þurfti að sinna þeim. Og svo hætti Einar við að fara að heiman því að frænkan er svo skemmtileg, ég skil hann vel. Þannig að súperfrænkan hafði yfirumsjón með sex og ellefu ára bræðrum og fimm köttum að auki. Það gekk bara vel, en svo þurfti ég að fá pössun...

Það er gaman að vera súperfrænka, maður fær botnlausa aðdáun frá smáfólkinuWizard. Auðuni fannst ekkert smá flott að Bidda frænka væri í Háskólakórnum og væri að fara að syngja við útskrift í Háskólanum. hann spurði hvort við ætluðum ekki að syngja Jesús er besti vinur barnannaHalo, það er nefnilega uppáhaldslagið hans.

Og svo skildi ég bræðurna eftir eina heima hjá mér með snakk og vídeó á meðan ég skrapp í útskriftarveislu til Hörpu, ég gat bara ekki misst af fyndnasta atriði í heimi. Jamm, er nokkur eins hamingjusamur og Sigga og Grétar í StjórninniWhistling, ég bara spyr? Og af hverju er enginn búinn að setja inn myndir sem ég get stolið?

Og sautjándinn, toppurinn á tilverunni. Sveinbjörn og Ingunn komu heim frá Danmörku snemma morguns og þurftu að fá að sofa eitthvað, þess vegna sváfu Einar og Auðun heima hjá mér og þegar við vorum loksins búin að koma okkur í gang, baka köku og fleira, fórum við út á Álftanes til Vallýar systur þar sem við eyddum deginum við fjör og læti. Og svo kom Frikki bróðir með óléttu kærustuna sína, þá vorum við orðin 10 saman fyrir utan "farþegann" sem er strákur, ég rakst á dömuna í dag þegar hún var að koma úr sónar og það er ekkert verið að þegja yfir leyndarmálinuCool.

Og svo var kominn tími til að heilsa upp á ferðalangana og skila börnum og bíl. Þau gáfu mér undurfallegt rafhálsmen frá Skagen og fleira gott og svo fórum við öll saman í matarboð, notalegur endir á æðislegri viku. En það er ósköp notalegt að þurfa ekki að redda meiri pössun...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað það hefur verið gaman hjá ykkur

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 109228

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband