Þessi helgi

Ég á svo yndislega vinnufélaga. Og ég sem ætla bara að vera þarna tímabundið, ég skil ekki hvernig ég fer að því að hætta þegar þar að kemur. Það nægir okkur ekki að hittast í vinnunni, við þurfum að hittast líka í heimahúsum þar sem við sitjum með handavinnu, spjöllum saman og borðum á okkur gat. Daníela, Meike og Anne eru snillingar á öllum sviðum.

Og svo eru kórfélagarnir. Ég legg ekki í fótboltaæfingarnar, ég er ennþá með ónýta löpp síðan í vetur og veit ekki alveg hvernig verður með hana. En í kvöld ætlum við að hittast heima hjá Gísla og horfa á þessa og jafnvel þessa! Það verður ljúft, þ.e.a.s. ekki myndirnar sem eru í grófari kantinum, heldur félagsskapurinn. Það verður gott, þessi ritgerð er farin að leggjast á sálina í mér. Hún skrifar sig víst ekki sjálf, ég er mikið búin að reyna að fá hana til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert líka yndisleg! Eigum við ekki að byrja að prjóna nærbuxur á þig í næsta skipti eins og amma mín gerði, til þess að þú getur alltaf verið í pils? Kv Meike

Meike (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 00:32

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Veistu, þegar ég var krakki gekk ég í heimaprjónuðum nærbuxum og það var HORROR!!! Finnum eitthvað annað, til dæmis sokka og vettlinga

Margrét Birna Auðunsdóttir, 11.6.2007 kl. 12:48

3 identicon

Guð mínn goður, þú líka!!!!

meike (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 109229

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband