Bisniss-Bidda

Mig dreymdi í nótt að ég var búin að kaupa mér heila verslunarmiðstöð, ekkert minna. Og útskýrði stolt að ég þyrfti ekkert að borga því að hún var full af fyrirtækjum sem myndu borga mér leigu og þannig fengi ég pening fyrir þessu. Sem var þó ekki öruggt því að hún var ekki í alfaraleið, meira í úthverfi. Svo fór ég að skoða þessa verslunarmiðstöð. Þarna voru allskonar fyrirtæki en lýsingin var frekar lítið aðlaðandi, allt í flúorperum og þungum viðarlitum innréttingum sem voru í tísku þegar ég var krakki.

Og fyrirtækin stóðu mjög misvel, eiginlega flest frekar illa. Þarna var lyfta með svo slitnum tökkum að það var varla hægt að lesa á þá og ég fór að skoða efri hæðirnar, þær voru frekar niðurníddar en þó einhver fyrirtæki, mest í heilbrigðisþjónustu. Uppi á efstu hæð bjuggu gamlir karlar sem seldu ónýtt drasl, aðallega sápur og kerti í sjúskuðum umbúðum og ég var ekki mjög hrifin. Þegar ég fór niður af sjöttu hæð var gömul kona samferða í lyftunni og hún datt úr henni og lenti á fjórðu. Ég rauk á eftir henni og vildi kalla á lækni en hún vildi ekki sjá það og var studd inn til sín af karlinum sínum.

Ég fór niður á fyrstu og lenti þar í einhverskonar verslun eða apóteki sem breyttist í krá og þar voru allir þessir gömlu karlar mættir með kveðskap og læti ásamt konunni sem datt og var greinilega orðin hress því að hún þrammaði út um allt. Á þessum bæ er ný bíómynd á hverri nóttu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 109210

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband