Drekar og barnapíur

Biddalitla barnapía er í óða önn að reyna að skipuleggja sumarið. Núna er sú breyting frá fyrri árum að ég vinn ekki lengur aðra hverja viku og er því ekki laus hina vikuna til að passa systkinabörnin sem eru komin af leikskólaaldri og fara því í sumarfrí í júníbyrjun. Það er eiginlega hálfgerð synd, við Janus og Heiðrún höfum skemmt okkur konunglega við hitt og þetta, hjólað út í Gróttu með nesti, farið í Þjóðminjasafnið og ýmislegt fleira undanfarin sumur. Við getum samt vonandi gert eitthvað, frænkan er orðin algerlega háð þessu. En hann Auðun ætlar að bæta úr þessu, sex ára bróðursonur minn. Hann ætlar að vera hjá mér í viku í júní, eða við heima hjá honum eða sitt á hvað, á meðan foreldrar hans og stóra systir skreppa til Danmerkur. Við Auðun erum tengd sterkum böndum, hann vaknaði einu sinni upp af martröð þar sem hann hafði staðið í ströngu við að forða því að hroðalegi drekinn réðist á hana Biddu frænku. Drengurinn var einn til varnar með sitt sverð og blóðbaðið var svakalegt. En Bidda slapp frá drekanum og það er fyrir mestuGrin

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Úff, hvernig kemstu af án barnsins? Þvílík hetja! Mér finnst þetta ákaflega djarft athæfi og gott að vita að þú ert heil á húfi...

Laufey Ólafsdóttir, 31.5.2007 kl. 01:21

2 identicon

Litlir frændur eru svo góðir. Minn kallar mig Gígígí. Ég svara honum alltaf og hann er svo stoltur af því að kunna að segja Hrafnhildur.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 14:23

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Litlir frændur eru algerlega nauðsynlegir, sérstaklega þegar þarf að bjarga miðaldra frænkum frá eldspúandi drekum og öðru svoleiðis smotteríi

Margrét Birna Auðunsdóttir, 31.5.2007 kl. 14:36

4 Smámynd: www.zordis.com

Audun verdur náttl ad vera med zér zar sem hann er bjargvaettur zinn!  "midaldra" faer mig til ad hugsa lengra ...........

www.zordis.com, 31.5.2007 kl. 22:25

5 identicon

En leiðinlegt að missa af góðum tíma svona aðra hvora viku. En ég veit að sú góða frænka sem þú ert munt bæta það upp! Og hann Auðun er nú alveg mesti dúllufrændinn! Þó að það sé ekki rétt að kalla martraðir yndislegar þá þótti mér nú ótrúlega hetjulegt og fallegt að bjarga frænku sinni frá dreka.

Hafðu það gott

Svanhildur (IP-tala skráð) 1.6.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 109333

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband