Stund sannleikans

... er runnin upp. Þetta gat ekki verið svona létt, ég hef verið í mikilli afneitun greinilega. Hið árlega móðursýkiskast er runnið upp þegar ég botna ekkert í því hvernig ég gat álpast út í þetta nám. Það gengur yfir núna eins og alltaf. Skulum við vona.

Ég fór til læknis í morgun í þriðja sinn á stuttum tíma og fékk loksins sýklalyf, þá ætti ég að losna við kvefið og slappleikann sem hefur verið að angra mig frá áramótum. Ég hef semsagt milljón afsakanir fyrir letinni og kæruleysinu, snúna löpp (hvernig getur tekið yfir tvo mánuði að jafna sig eftir eina tognun?) og berkjubólgu (hvernig er hægt að halda fullri orku þegar maður fær ekki nóg súrefni?). Bráðum fer ég að hjóla og synda eins og skepna, það styrkir heilasellurnar og ekki veitir af. En ekki núna, ég var að koma heim úr vinnunni og hausinn á mér er svo þurrausinn að það er ekkert pláss fyrir námsbækurnar. Og akkúrat þess vegna er ég að mennta mig, mig langar að vinna við eitthvað annað en umönnun, með fullri virðingu fyrir því góða starfi.

Og svo er vorið alveg að koma, lóan er komin og bráðum losnar maður við nagladekkin. Og í vor fer Háskólakórinn vestur í Stykkishólm til að syngja fyrir aðdáendur sína þar ef einhverjir finnast, það verður varla verra en þegar við héldum tónleika í kirkju í Ljubljana fyrir fimmtán túrista sem urðu innlyksa þegar við hófum upp sönginn og hafa sennilega verið of vel upp aldir til að lauma sér út, og þá ætla ég að vera búin að skila af mér í síðasta skipti. En hvort ég er tilbúin að kveðja Háskóla Íslands, það er annað mál sem skýrist á næstu misserum.

En núna eru framundan þrjár fermingarveislur, til hvers að fara í eina ef hægt er að fara í þrjár á einni og sömu helginni? Systkini mín eru snillingar, að velja dag án þess að tala saman og velja svo auðvitað sama daginn! Og frænka okkar er á sömu helginni, bara sem betur fer á laugardeginum. Þetta verður allavega gaman, alltaf sálarbætandi að hitta gott fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Slakaðu á, náðu heilsunni í góðum félagsskap þeirra sem elska þig.  Jumm, íslensk fermingarveisla og 3 í þokkabót!  Lánsöm kona er skrifar þessa síðu.

www.zordis.com, 28.3.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hún verður allavega ekki svöng þessa helgi

Margrét Birna Auðunsdóttir, 28.3.2007 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 109333

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband