Ég er alltaf hjá Árna þessa dagana en þó ekki farin að sofa hjá honum enn

Árni Magnússon

Það var bara heimilislegt hjá Árna í dag, ekkert nema gamlir kórfélagar í lessalnum, Katie, Cyril og svo var Stefan eitthvað á ferðinni líka. Við erum smám saman að taka yfir heiminn.

Það er að renna upp fyrir mér að kannski þarf ég ekki að lesa hvert einasta bréf fyrir helgi. Hinsvegar þarf ég að lesa þau öll í mánuðinum. Á morgun fæ ég geisladisk með myndum af nokkrum bréfum sem ég pantaði í gær, þá get ég gert eitthvað heima. Það er semsagt hægt að ljósmynda bréfin og jafnvel skanna þau, skanninn hitar ekki eins og ljósritunarvélin og því skemmist ekkert. Annars eru þetta viðkvæm bréf enda 300 ára gömul. Þau eru geymd í kjallaranum í Árnastofnun og það þarf tvo langa og mjóa lykla til að opna klefann sem að sjálfsögðu er gluggalaus og frekar kaldur. Það er annars með ólíkindum hvað fólk átti til að biðja Árna Magnússon að gera fyrir sig, hann virðist hafa verið álitinn guð frekar en maður. Ávörpin til hans segja sína sögu, velæruverðugur, háeðla og svo framvegis. Í dag las ég bréf frá manni sem kvartaði undan því að bræður konu hans hefðu selt jörð sem hafði verið í eigu ættingja hennar í marga ættliði og vildi kanna hvort það væri ekki ólöglegt að gera svona. Ég veit ekki hvernig þetta mál fór, ég held að það segi sig bara sjálft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 109330

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband