Að skreppa í bæinn er eins og að fara til London eða eitthvað

anyone miss me 

Ég er að búa mér til dagskrá fyrir komandi Reykjavíkurferð og veitir ekki af.

Fimmtudagskvöld: Lendi hálfníu og Drífa pikkar mig upp.

Föstudagur: Háskólatorg kl. 1 til að heyra í kórnum hans Gauja og vonandi hitti ég hann sjálfan og kannski fleiri. Svo labb í bæinn til að finna afmælisgjöf handa Agnesi. Ég þarf að finna mér eitís-leggings, tæger eða glimmer eða eitthvað og kannski blóm í hárið. Aftur til Drífu í tæka tíð til að gera mig klára fyrir afmælið hjá Agnesi þar sem þemað verður sumsé eitís. Og svo bara ammæli og stuð.

Laugardagur: Birna sækir mig kl. 12 og þá förum við út á Álftanes þar sem ég ætla að fjárfesta í lopapeysu. Langþráð í frostinu sem hér er alla daga. Og svo kannski Ikea og eitthvert svona búðaflakk. Þarf að kaupa sængurgjöf. Kannski bíó um kvöldið eða eitthvað, núna eru Óskarsmyndirnar að detta inn. Og svo fæ ég kannski að sjá nýju íbúðina hennar Birnu sem hún fær afhenta þennan dag.

Sunnudagur: Ætla að hitta Lilju. En svo var að detta inn Gleðikórs-bolludagskaffi, ætli ég hitti Lilju ekki bara eftir það og svo gerum við eitthvað skemmtilegt.

Mánudagur: Stefni á að kíkja á Flókann um kaffileytið til að knúsa gamla vinnufélaga og heimilismenn. Þar er Jósep auðvitað og þegar hann er búinn að vinna förum við saman til Söru til að kíkja á litlu dömuna hennar sem fæddist 14. janúar. Þess vegna sængurgjöfin.

Þriðjudagur: Flug austur kl. 18. Spurning með Svanhildi, þarf helst að hringja í hana til að vita hvaða tími hentar henni. Hún býr nú svo nálægt Drífu, það verður einfalt að labba bara til hennar.

Eins og sjá má, þá veitir ekkert af því að hafa dagskrá. Þetta er eins og að skipuleggja ferð til útlanda. Og það á örugglega ýmislegt eftir að detta inn ennþá.

Mér telst til að ég muni hitta allavega 30-40 manns. Nú er ég farin að hlakka til. Enda eins gott því að ég kem ekki aftur í bæinn fyrr en í fyrsta lagi í maí, hér er ekki hægt að fá frí í tíma og ótíma. Þannig að ég verð að sleppa afmæli Drífu í mars og sennilega Gleðikórsárshátíð í apríl. Það kostar fórnir að flytja 700 kílómetra frá Reykjavík.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjáumst væntanlega í bollukaffi! :)

Pálína (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 20:36

2 identicon

Það er stíf dagskrá hjá þér.Svona verður það þegar maður býr úti á landi og kemur í kaupstað.Góða skemmtun

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 11:46

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Svona er að vera dreifari

Í alvöru, mér finnst eins og ég sé að fara í meiriháttar ferðalag, til úttlanda eða eitthvað, það er allavega flugvél innifalin.

Hlakka til að hitta þig Pálína í bollukaffi, vonandi komið þið öll.

Og svo var að detta inn einn hittingur enn, myndasýning hjá Siggu Víðis á laugardaginn. Gerið bara grín að mér fyrir að vera með dagskrá, ég myndi ekki vilja missa af einu einasta atriði.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.2.2009 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband