Bidda smáþorpari

Vesen vesen alltaf hreint. Allt í einu bætist við hússjóður upp á tíu þúsund, og mér var sagt að hann væri innifalinn í leigunni. Ég nenni varla að byrja aftur að leita að íbúð, ég er farin að hlakka svo til að fá þessa. Svona bakreikningar fara bara í mínar fínustu. Sjáum hvernig fer, ég á ýmis spil uppi í erminni.

Það hefur sinn sjarma að vera á litlum stað. Ég þarf að útvega bankaábyrgð fyrir leigunni og í morgun er ég búin að vera í sambandi við sparisjóðinn á Reyðarfirði sem ætlar að sjá um þetta fyrir mig. Ég gaf þeim bara símanúmerið hjá Rentus leigumiðlun sem sér um samninga fyrir mína hönd og svo græja þau þetta bara sín á milli. Það væri sennilega aðeins flóknara í bænum.

Semsagt vesen annarsvegar og plús hinsvegar. Þetta jafnar sig allt útSmile

Og svo er ég búin að redda mér fríi þann 13. desember, ég kemst á jólahlaðborð með Flókanum mínum ástkæraInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Persónulega finnst mér fáránlegt ad láta leigjanda borga hússjód ..... Vona bara ad zú njótir zín á Egilsstödum ....

Bestu kvedjur á Bidduna!

www.zordis.com, 27.11.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Bestu kveðjur til baka:) Hússjóðurinn er til að dekka hita og þrif á sameign og mér finnst svosem allt í lagi að borga það. Annað mál ef það er verið að borga viðhaldskostnað, málningu á blokkinni og svoleiðis. Þetta kemur allt í ljós, ég er farin að hlakka hrikalega til að hafa svefnpláss fyrir kannski allt upp í tíu manns, straumurinn verður til Egilsstaða:)

Margrét Birna Auðunsdóttir, 27.11.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 109334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband