Gleðidraumur, námskeiðslok og pólsk menningarhátíð

Ég vaknaði svo glöð í morgun. Ég eyddi nefnilega nóttinni í alveg yndislegum félagsskap, það er ekkert sem jafnast á við góða vini. Ég var hjá Ásdísi og Helga sem hafa bæði svo yndislega nærveru og eru alveg magnaðir kökubakarar eins og ég hef oft sannreynt. Það var einhvers konar Gleðikórshittingur og þarna var fullt af fólki, einhvers konar samruni af Skálholtsæfingabúðum og annars konar hittingum. Meðal annarra sat þarna hún Sigga Víðis, nýsturtuð með rennblautt hár og með morgunmat fyrir framan sig og blaðraði út í eitt. Mér leið svo vel í þessum félagsskap og með þá tilfinningu vaknaði ég í morgun. Það var svolítið fyndið í draumnum að ég náði mér í kornflex úr eldhússkápnum hjá Ásdísi og þar sem ég var að gæða mér á því kveikti ég allt í einu á því að sennilega hefði ég gleymt að biðja um leyfi. Það var frekar vandræðalegt augnablik, líka þó að þetta væri bara draumur. Bidda svolítið hrædd við að gera sig að fífli eða hvaðBlush

Í dag kláraði ég þriggja vikna byrjendanámskeið og í næstu viku tekur við verkleg þjálfun sem lýkur á því að ég fæ réttindi á lyftara og krana. Ég fæ reyndar líka réttindi á malbikunarvélar og loftpressu en það er aukaatriði í þessu sambandi. Ég er allavega komin með bóklegu réttindin. Og svo fékk ég líka vaktatöflu ár fram í tímann, þið getið farið að plana hvenær þið viljið heimsækja mig til Egilsstaða næsta sumarJoyful

Það er föstudagur og helgi framundan. Kannski ég nái mér í nokkra stationbauka, Bidda er farin að læra landsbyggðarslangiðTounge Og hvað ætli það sé nú???

Og núna á eftir verður pólsk menningarhátíð hér á Reyðarfirði. Fyrst tónleikar og svo verður Katyn sýnd. Ég sá hana í sumar heima hjá Gísla í boði snillinganna Aleksöndru og Marcins og hlakka til að sjá hana aftur. Virkilega áhrifarík mynd um Pólland í seinni heimsstyrjöldinni.

Annars verður bara hangið yfir sjónvarpinu yfir helgina og sofið út. Það ríkir millibilsástand á meðan ég er ekki komin með íbúðina, allavega fram að næstu Reykjavíkurferð sem verður sennilega þann 10. desember, þá verður hreinsað innan úr ónefndri húsgagnaverslunDevil Var ekki sagt að maður ætti að halda hjólunum gangandi, ég geri allavega mittCool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði nú alveg verið til í að vera með þér í þessum draumi. Hafðu það gott um helgina :)

Krunka (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Takk sömuleiðis Krunka, vonandi hefurðu haft það gott um helgina. Það er lýsandi fyrir líf mitt þessa dagana að ég er að sjá þetta núna fyrst á mánudegi, nýbúin að ryðja í mig hádegismatnum og nýti restina af matartímanum til að kíkja á netið. Svona verður þetta sennilega fram að áramótum þegar ég fer að púsla saman heimili mínu, nokkrar mínútur af og til í tölvuveri Alcoa.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 24.11.2008 kl. 11:43

3 identicon

þú mátt alveg koma og fá kornfleks ekkert mál ;)

Ásdís (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 14:54

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Þá færi ég mig upp á skaftið og heimta frekar köku

Margrét Birna Auðunsdóttir, 24.11.2008 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 109334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband