Framhjáhaldspæling og losti með osti

Mér er ekkert farið að leiðast. Alls ekki. Matargestirnir eru farnir og uppvaskið búið og það er bara að verða rólegt eftir að hafa haft einn ellefu mánaða eins og þeytispjald um allt hús. Það var ekki þess vegna sem ég datt inn á er.is og þessa æsispennandi pælingu um framhjáhald. Það byrjar voða sakleysislega með spurningu um hvort einstaklingar í framhjáhaldi beri tilfinningar hvor til annars eða hvort losti nægi.

Fréttastofa Margrétar lýsir sig alveg hlutlausa. Ég treysti mér ekki til að dæma konur sem halda við gifta menn án þess að hafa verið í þeirra sporum. Af hverju hef ég aldrei heyrt um menn sem halda við giftar konur, eru þeir ekki til? Kannski hentar sumum að fá heimsókn einu sinni í viku, svona eins og sumir þurfa að fara á bensínstöð vikulega. Hvað veit maður?

Er þetta kannski eins og að fara með bíl á verkstæði, ég vil láta snerta mig þarna og svona og svona, er það sexí? Myndi maður ekki bara fá sér eins og einn gigolo???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Líst vel á gigoloinn þ.e. að fá sér einn ...  Sem harðgift kona þá hef ég ekki fallið í gryfju framhjáhalds og losta!  Setti trace á kallinn svo ég hef gott kontról þar

Good luck með pinnklana og ég bið að heilsa fréttastjóranum!

www.zordis.com, 21.10.2008 kl. 06:52

2 identicon

Hmmm... ég hef ekki haldið við gifta konu, þannig að ekki get ég sagt neitt um það, en ég vil trúa því samt að lostinn sé undirrót framhjáhalds, því þegar hann hjaðnar (og hann gerir það oftast) þá er hjartasársaukinn eftir.

Framhjáhald hlýtur að benda til þess að eitthvað vanti í hjónaband/samband ... og maður ætti að öllu jöfnu ekki leita út fyrir að svörunum

Góð pæling!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 08:12

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Já það held ég líka. Auðvitað er eitthvað að þegar fólk heldur framhjá, hverjum svo sem er um að kenna en það er sorglegt þegar fólk getur ekki verið hreinskilið og spurning hvað þetta fólk er þá að gera í sambandi nema þá bara til að fá þvegið af sér og þetta helsta, þetta hlýtur að taka heilu stykkin úr fólki. Merkilegt fyrirbæri. Og auðvitað er þetta losti og ekkert annað, ef tilfinningar væru í spilinu myndi fólk ganga hreint til verks.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 21.10.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband