Í dag er merkisdagur

50136777_rat2party184Það var í janúar 2003 sem ég gekk í Háskólakórinn. Prufan fór fram í Háskólakapellunni og frammi á gangi var hún Sigga Víðis að taka niður nöfn. Inni í kapellunni sat hann Tumi við orgelið og tautaði eitthvað við Siggu um að hún ætti að passa betur upp á að hafa næsta mann tilbúinn, honum fannst þetta ekki ganga nógu smurt. Tumi lét mig syngja allan skalann og vildi svo setja mig í sópran en það leist mér ekkert á. Svo að ég fór í altinn eins og vanalega. Og helgina eftir gekk ég í Circus International ásamt skeggjuðu konunni Shawn, Pálínu með óstýrilátu höndina og JohannE sem gat staðið á höndum og farið með danskar klámvísur um leið. Krunka var sirkusstjórinn. Ég lék hinsvegar töfrabrögð með penna. Ég þekkti ekkert af þessu fólki og var alveg með hjartað í buxunum og svo sannarlega hafði ég aldrei áður leikið töfrabrögð. En svona eru æfingabúðir magnaðar, maður gerir ótrúlegustu hluti.30883904_100_0141

Í dag hætti ég svo formlega í kórnum þegar ég fór og skilaði af mér rauðri skyrtu og fékk í staðinn geisladisk með tónleikunum okkar síðasta vor. Upptakan er dálítið skrýtin, hljóðnemarnir sneru óvart út í sal en ekki að okkur og þess vegna heyrast ýmis óvænt umhverfishljóð. Það gerir upptökuna bara meira lifandi.

Núverandi kór er auðvitað ekki sá sami og ég gekk í, það má segja að nýr kór verði til á hverju hausti. Þess vegna var ekkert svo erfitt að segja bless í dag. Það er ekki vinnandi vegur að ætla að telja upp allt það fólk sem ég hef 47747056_Vorogsumar2005112kynnst í þessum félagsskap. Flestir eru hvort sem er hættir í Háskólakórnum og við höfum eignast nýjan vettvang til að halda sambandi.

Þetta hefur verið mér dýrmætur tími en nú er kominn tími til að breyta.

*Meðfylgjandi myndir eru dæmigerðar kórmyndir. Á þeirri efstu er yðar einlæg í góðum fíling í Blásýrupartíi, Kalli rokkar í baksýn. Á miðmyndinni erum við í kórferð í Slóveníu og það er verið að sýna okkur líkan af stöðuvatni sem kemur og fer. Á myndinni er það annaðhvort nýfarið eða rétt ókomið. Á þeirri neðstu erum við í fjósinu hjá Hannesi og Unnur rifjar upp gamla takta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Greinilega góðir tímar að baki!

Flott sveiflann á kjéddlingunni þarna efst. 

www.zordis.com, 19.9.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Góðir tímar, heldur betur. En allt tekur enda. Og eitthvað nýtt tekur við. Ég fer í viðtal í dag, allt í áttina

Margrét Birna Auðunsdóttir, 19.9.2008 kl. 10:55

3 identicon

Falleg færsla! x

Sigga (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 109231

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband