Sveittur karl á hlýrabol ... taka tvö, pasta getur úldnað

Bidda er einstaklega myndarleg húsmóðir ... þegar hún má vera að þvíUndecided

Ég ætlaði að elda mér hafragraut í morgun. Það er svo gott að fá eitthvað heitt í magann áður en maður fer út í veturinn. Nú ber að taka það fram að í eldhúsinu í litla húsinu er ekki mikið skápapláss og litli potturinn sem hentar best í hafragrautargerð stendur venjulega á eldavélinni, það er bara staðurinn hans. Nú ber einnig að taka það fram að potturinn er ekki með gegnsæju loki. Nú, þegar ég tók lokið af pottinum í morgun til að elda hafragrautinn, var í honum pasta. Nú man ég ekki hvenær ég eldaði síðast pasta, allavega ekki í síðustu viku og sennilega ekki þeirri þarsíðustu. Einhvern tímann hef ég eldað meira pasta en ég þurfti og svo steingleymt að henda restinni. Lokið er jú ekki gegnsætt eins og áður hefur komið fram. Allavega hætti ég snarlega við grautargerð og dreif mig af stað í vinnu eitt. Á miðjum degi fór ég svo í vinnu tvö, sem er eiginlega vinna eitt, og kom heim klukkan að ganga tólf í kvöld. Best að vaska upp, ákvað daman, enda sást ekki í eldhúsborðin og það er ekki gott í plásslitlu eldhúsi. Og svo kom að litla pottinum með pastanu. Ég byrjaði á því að þefa og fann að lyktin var ekki mjög fersk. Svo ætlaði ég að hella því í ruslið en komst að því að aðeins efsti hlutinn leit út eins og pasta, að öðru leyti var þykk leðja í pottinum og um leið gaus upp ýldulykt. Nú veit ég að pasta getur úldnað. Ef ég bara myndi hve lengi það var í pottinum þá væri þarna um mjög merkilegar niðurstöður að ræða sem ég hefði getað stórgrætt á. Just my luckFrown

Ef veðrið væri ekki svona kolvitlaust myndi ég fara út með ruslið, ekki vil ég að bjakkið fari að fylla húsið af ólykt. Og það passar engan veginn í ofurskreytta jólabælinu mínu, hér stóð skreytt jólatré fyrir þann fyrsta des. En núna stendur potturinn litli í vaskinum með sterkum sápulegi í, ég á eftir að þvo hann nokkrum sinnum áður en í honum verður eldaður hafragrautur eða eitthvað annað til manneldis.

Jájá, Bidda er hreint stórkostleg húsmóðir, hún þarf bara að hafa tíma til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Ég hefði bara hent pottinum og keypt nýjan....hef reyndar þurft að gera það...er mjög klígugjörn...Síðan er náttúrlega líka hægt að elda bara aldrei...og kaupa sér mat...

Garún, 13.12.2007 kl. 10:38

2 identicon

ojbara! settu smá þvottaefni og mjög heit vatn í pottinn, láta standa í smá tíma, skrúbba vel og skola svo mjög vel... og ég hendi svona ógeð yfirleitt í klósettið, engin fýla í íbúðinni

lorýa (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 16:17

3 Smámynd: Harpa Hrund Berndsen

oj ég hefði líka hent pottinum. hljómar frekar illa hehe

Harpa Hrund Berndsen, 13.12.2007 kl. 16:37

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Garún: Ég kaupi mér alltof oft mat, þess vegna nota ég pottana svona sjaldan, þá getur einmitt þetta gerst

Lorýa: Takk fyrir ráðlegginguna

Harpa: Þú trúir því sennilega ekki en ég er mjög HAGSÝN húsmóðir og hendi ekki pottunum sí svona, frekar skal ég skrúbba helvítið með vítissóda

Margrét Birna Auðunsdóttir, 13.12.2007 kl. 19:27

5 Smámynd: www.zordis.com

Edik er líka töfraefni á gjörsamlega allt, alveg sama hvað það er ... Fyrst edik og svo matarsóti og þá ertu flottust í eldhúsinu!

www.zordis.com, 13.12.2007 kl. 20:04

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Já edik og matarsódi, það er töfraráð og sennilega hollara en vítissódi

Margrét Birna Auðunsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 109334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband