Sveittur karl á hlýrabol...

... það er hún BiddaTounge gæti bara verið fráskilinn vörubílstjóri á fimmtugsaldri núna. Svona var kvöldmaturinn:

Kom heim hundsvöng og ekkert í frystinum nema pönnubúðingur úr Krónunni. Sko, þetta kostaði ekki nema hundraðogeitthvað og stundum er allt í lagi að spara.

Kvikindið auðvitað frosið og ég henti því á eldhúsborðið, gleymdi mér svo í tölvunni í smátíma. Á meðan fór frostið nógu mikið úr til að hægt var að skera það í sneiðar. Sætar kartöflur eru herramannsmatur einbúans og ég sneiddi niður hálfa, makaði hana í olíu og saltaði, setti svo í ofninn og hélt áfram í tölvunni. Eftir smá stund ákvað ég að byrja að steikja pönnubúðinginn sem varð auðvitað tilbúinn löngu á undan kartöflunum. Mín var ennþá jafn hundsvöng og í upphafi og byrjaði því að éta, stakk gaffli í eina sneiðina og át hana. Yfir tölvunni. Og svo aðra og svo enn aðra. Þá voru kartöflurnar orðnar til og ég setti fatið á vaskborðið, sem er jú í seilingarfjarlægð frá tölvunni.  Teygði svo gaffalinn í mótið og tíndi upp í mig kartöflurnar þangað til ég fékk allt í einu ógeð. Fituskánin í munnholinu var farin að segja til sín og það hefði verið gott að eiga kók, öðru nafni fituleysandi geymasýru. Eða þá bjór, þá hefði maður verið eins og í bíómyndunum.

Fór svo að vaska upp en viti menn, ég gat ekki klárað því að uppþvottalögurinn kláraðist og ekki þvær maður svona fitujukk sápulaustShocking Og ekki nennti ég út í búð, ekki einu sinni til að kaupa kók. Ég hefði þurft að fara frá tölvunniW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 109334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband