Þetta er svo sannarlega listaverk

klara_and_edda_belly_dancingHvað er listaverk? Hvenær er mynd listaverk og hvenær er hún það ekki? Er þessi tiltekna mynd listaverk eða er hún barnaklám?

Þessi mynd er listaverk. Hún er það vegna þess að hún er vel tekin en líka vegna þess að hún stuðar, hún vekur til umhugsunar. Og það er list. Listaverkum er ekki ætlað að vera falleg, þeim er ætlað að fá okkur til að hugsa, ýmist hrífast eða fyllast andstyggð. Hver man ekki eftir síendurteknum deilum um það?

Myndin sýnir tvær litlar stelpur sem eru að leika sér. Önnur er allsber en hin í nærfötum og með slæðu bundna um mittið. Sú allsbera liggur á gólfinu og kynfæri hennar blasa við áhorfandanum. Og er þetta þá klámmynd? Myndi svona mynd nokkurn tíma birtast í klámblaði, jafnvel þótt það væri blað ætlað barnaperrum? Er eitthvað kynæsandi við hana? 

Litlu stelpurnar tvær eru bara að leika sér og spá ekkert í ljósmyndarann, þær eru fullkomlega afslappaðar eins og börn eiga að vera. Allir hafa kynfæri og þau sem sjást á myndinni eru ekkert öðruvísi en önnur, þau tilheyra bara litlu barni. Þetta má sjá í sturtunum í öllum almenningslaugum. Umræðan um þessa mynd er mjög sorgleg og sýnir tíðarandann vel, þann tíðaranda sem segir að allt sem viðkemur kynfærum sé klám. Það má vel vera að einhver barnaperrinn eigi eftir æsast yfir þessari mynd en hann gæti alveg eins gert það í sundlaugunum. Mér finnst þessi mynd hrífandi vegna þess að í henni er sakleysi, þessi börn eru ekki að aðhafast neitt sem börn eiga ekki að gera og þeim sem finnst það ættu að hugsa sinn gang. Og hún er líka flott uppbyggð og tekin, skemmtileg form. Og það er list.

Hér er þráður um myndina sem mér finnst afskaplega fróðlegur.

Og hana nú.


mbl.is Ljósmynd Eltons John er ekki ósiðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér. Ég verð að játa að mér hryllti við þessari mynd fyrst þegar ég sá hana, en þá bara vegna þess umtals sem hún hefur hlotið. Þú minnist á sakleysi barna í leik í pistlinum og það þykir mér alveg lýsandi fyrir þessa mynd. Umræðan um misnotkun og barnaklám er nauðsynleg en hún hefur einnig sært myndir á borð við þessa beni góðu.

Gesturinn gangandi (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 22:43

2 Smámynd: Skafti Elíasson

ég sé bara ekkert kynferðislegt við þessa mynd...

Skafti Elíasson, 27.10.2007 kl. 00:55

3 Smámynd: Lilja Kjerúlf

já góður pistill og nauðsynlegur.  Hvar liggja mörkin? Er það ekki hjá þeim sem horfir.

Lilja Kjerúlf, 27.10.2007 kl. 21:40

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Listin er auðvitað í augum sjáandans. Venjulegar myndir af krökkum í leik eru ekki endilega listaverk, þá væru heilu fjölskyldualbúmin komin með nýtt hlutverk

Þessi, aftur á móti, það er eitthvað við hana sem hefur áhrif. Það kemst enginn hjá því að taka afstöðu sem sér hana og það er dálítið merkilegt. Það er ekkert á henni sem ekki sést þegar maður skiptir um bleyju á dóttur sinni og það er þetta hrífandi hispursleysi sem börnin hafa en fullorðnir sakna sem gerir hana svo heillandi, einu sinni vorum við svona og af hverju erum við það ekki lengur?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 29.10.2007 kl. 00:27

5 identicon

mér finnst ekkert ad myndinni, en mér finnst rangt ad hengja hana upp fyrir almenning.

 thad eru nefnilega barnaperrar tharna úti ad rúnka sér yfir myndinni as we speak.

bjöggi bauni (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 22:38

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Góður punktur, Bjöggi. En þeir rúnka sér líka yfir hverju sem er og mér finnst rangt að láta óttann við þessa karla stjórna því hvaða myndir eru hengdar upp og hverjar ekki. Þegar mynd er valin á sýningu á listrænt innihald hennar að ráða, ekki það hvort einhver vitleysingur gæti átt eftir að rúnka sér yfir henni.

Annars er þetta nú ekki alveg normalt, þessi tepruskapur í fólki. Ég hef orðið vitni að því þegar fjögurra ára stelpa var skikkuð til að vera í efri partinum af bikiníinu sínu, hún mátti ekki vera ber að ofan á opinberum baðstað þótt hún væri jafn flöt og strákarnir, enda bara fjögurra ára. Hvaða hugsunarháttur er  það? Eitthvað kynferðislegt? Ég bara spyr.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 29.10.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 109265

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband