Mánudagsmorgunn - HJÁLP!!!

Ég er ekki morgunmanneskja. Ég væri alveg til í að byrja daginn á hádegi. Það sannast á mér að aldrei skyldi seinn maður flýta sér.

Í morgun, þá átti ég að mæta á Kaffi Mílanó í mjög leynilegum erindagjörðum. Ég var búin að stefna þangað nokkrum manneskjum sem ég var beðin um og þetta var dálítið mikilvægt. Svona byrjaði dagurinn:

  1. Lauk upp augunum kl. 7:30 og mundi hverju ég var búin að lofa.
  2. Rauk í sturtu og tókst að brenna mig á heita vatninu og svo missti ég sturtusápuna í gólfið og braut af henni tappann.
  3. Náði að þurrka á mér hárið og klessa einhverju framan í mig, náði svo strætó á réttum tíma, loksins einn ljós punktur.
  4. En ég hafði sterklega á tilfinningunni að ég hefði gleymt einhverju. Svo rann upp fyrir mér þegar ég steig inn í vagninn, að síminn minn hafði orðið eftir á eldhúsborðinu.
  5. Skipti um vagn hjá Ráðhúsinu þar sem stoppa þrjár hraðleiðir sem keyra Miklubrautina. Tók þá fyrstu, leið 1, settist í tóman vagninn og fór að prjóna í rólegheitunum enda langt að keyra inn í Skeifu. En hjá Kringlunni tók vagninn stefnu í Hafnarfjörðinn svo að ég mátti stökkva út og hljóp eins og vitleysingur til baka þar sem ég náði leið 6 á næstu stoppistöð, guðslifandifegin því að hafa sloppið við að lenda í Hafnarfirði.
  6. Kom 10 mínútum of seint á Kaffi Mílanó þar sem liðið var að fara á taugum yfir því að ná ekki í mig. En svo hafðist þetta allt í rólegheitunum. Og síminn er kominn á góðan stað þar sem hann verður ekki viðskila við mig aftur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Úff, kannast við svona morgna og hef lent í Mjódd þegar ég ætlaði í sakleysi að fara 2 stoppistöðvar upp suðurlandsbraut. Gat ekkert gert nema sitja af mér syndina til mjóddar og taka svo annan til baka niður á hlemm og svo annan upp suðurlandsbraut Ég hata þetta nýja kerfi með mikilli ástríðu! Hvernig á maður að muna öll þessi nýju númer???

Bara 10 mín of sein? Það telst nú varla mikið.

Laufey Ólafsdóttir, 22.10.2007 kl. 12:58

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Úff smá kick samt að starta vikuna svona.  Ertu hætt á næturvöktum?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.10.2007 kl. 13:26

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Já, ég hætti á þeim fyrir rúmu ári. Annars var þetta nú ekki vinnutengt, bara svona smá fjáröflun fyrir Háskólakórinn. Afraksturinn verður sýndur á gamlárskvöld

Margrét Birna Auðunsdóttir, 22.10.2007 kl. 16:46

4 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Úff sem betur fer þá hef ég ekki átt svona dag lengi.

Gamam að hitta þig um þarna um kvöldið og mikið rosalega sunguð þið vel

Lilja Kjerúlf, 22.10.2007 kl. 21:59

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Æi takk elskan, gaman að heyra það. Fyrir svona 3/4 af mannskapnum var þetta frumraun með kórnum og reyndar var þetta líka frumraun stjórnandans með okkur. En honum gekk nú bara helvíti vel að láta mannskapinn þegja á meðan við sungum

En hvernig fór skeggkeppnin?

Og eftir þennan fyrsta sprett þá gekk dagurinn alveg dásamlega, algert ævintýri.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 22.10.2007 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 109334

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband