Að eignast fatlað barn

Það fylgir því alltaf áhætta að eignast barn. Það er ekki sjálfgefið að fá heilbrigt barn í hendurnar þó að við búum við besta ungbarnaeftirlit í heimi. Þegar verðandi foreldrar standa frammi fyrir því að barnið þeirra verður sennilega fatlað þá er eðlilegt að spurningar vakni. Þetta er gríðarlega stór baggi að taka á sínar herðar og það er einfaldlega ekki vel búið að barnafjölskyldum á Íslandi og því síður fjölskyldum fatlaðra barna. Ég skil vel þá foreldra sem velja fóstureyðingu við þessar aðstæður.

En svo er annað. Fötlun getur verið svo margskonar og Downs syndrome er aðeins ein af mörgum. Einhverfa sést ekki í móðurkviði, allavega veit ég ekki til þess. Ekki heldur ADHD, asperger og ótal margar aðrar tegundir fötlunar. Foreldrar þeirra barna hafa ekkert val, þeir fá bara sitt barn í hendurnar og þurfa að haga sér eftir því. Frændi minn fæddist blindur vegna galla í miðtaugakerfinu, eitthvað sem fór úrskeiðis á öðrum mánuði meðgöngu. Ég veit ekki til að það hafi uppgötvast fyrr en hann var fæddur. Ætli honum hefði verið eytt ef það hefði verið vitað að hann yrði blindur? Sennilega hefur hún frænka mín verið fegin því að vita þetta ekki fyrr en hún fékk barnið í hendurnar og þurfti því aldrei að svara þessari spurningu.

Það er eitthvað við þetta inngrip í náttúruna sem ég kann ekki alveg við. Ég óska engum þess að verða fatlaður en mér finnst alveg skelfilegt ef Downs syndrome heilkenninu verður smám saman útrýmt. Ég skil vel þá foreldra sem þekkja ekki fólk með Downs syndrome, það hafa ekki allir fengið að kynnast þeim á sama hátt og ég. Ég vil ekki dæma neinn því að þetta er svo sannarlega ekki auðveld ákvörðun, allavega vildi ég ekki standa frammi fyrir henni. Ég vann í skammtímavistun í sex ár og fyrir mörgum árum vann ég á Kópavogshæli í fjögur ár. Ég hef því allnokkra reynslu af fötluðum. Mín reynsla er sú að Downs syndrome er einhver auðveldasta fötlunin sem hægt er að fást við. Þetta eru upp til hópa mjög glaðlyndir og elskulegir einstaklingar með góða líkamlega færni. Einn helsti fylgikvillinn er hjartagalli en hann má laga. Mig grunar hinsvegar að fyrr á árum hafi ekki verið lögð mikil áhersla á að senda þroskahefta í hjartaaðgerðir. Ef ég eignaðist fatlað barn í dag myndi ég kjósa að það hefði Downs syndrome.


mbl.is Foreldrarnir völdu fatlaða barnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég er alveg sammála þer

Linda (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 19:24

2 Smámynd: www.zordis.com

Fatlað barn er og getur verið mjög gefandi eins og líkamlega heilbrigð börn.  Erfitt að segja til um hvaða fötlun væri betri en önnur því við hljótum að vera viðbúin því sem kemur þegar að því kemur.  Þá á ég við að með trú á guð og menn getur lífið verið erfitt en það gengur ávallt upp með einhverjum hætti.

Ég hef kynnst fötluðu fólki og þar á meðal glaðlyndum einstaklingum með down syndrome og það kitlar hjartarætur að sjá hvað þau eru einlæg.

Góða helgi!

www.zordis.com, 12.10.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband