Föstudagurinn langi - Bidda skipuleggur sig

Þetta hér er æði. Hægt að velja á milli allskyns tónlistartegunda og svo lullar þetta áfram svo lengi sem maður nennir að hlusta. Ekta lyftutónlist.

Í dag gerði ég merka uppgötvun. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið, það veit hver maður, og þess vegna kíkti ég í dagbókina til að sjá á hvaða vikudegi ég ætti afmæli næst. Ég var nefnilega í alveg einstaklega notalegu afmæli hjá henni Ernu í gærkvöldi og það kom einhverjum svona hugrenningum af stað. Næst verður nefnilega hálf-stórt og kannski hægt að gera eitthvað skemmtilegt. Og viti menn, það er ekki bara föstudagur, það er hvorki meira né minna en föstudagurinn langi! Þótt ég sé nú svo gömul sem á grönum má sjá (já maður er bara alveg hættur að raka sigBandit), þá minnist ég þess ekki að hafa nokkurn tímann átt afmæli á föstudaginn langa.

Og ef Erna getur haldið partí á 36 fermetrum, get ég það þá ekki líka? Og ég sem er í einbýlishúsi inni í stórum garði, ef húsið dugir ekki þá er bara garðurinn! Og þó, kannski ekki í marsShocking Og ég yrði ekki vinsæl meðal nágrannanna þegar fólkið fer að syngjaWhistling Úti í garði, þ.e.a.s. Innandyra er enginn hljómburður, úr hverju voru hús eiginlega byggð um 1920?

Jahérna, ég held að ég sé alveg að tapa mér núna. En eftir helgi fer ég í sumarfrí og þá get ég farið að einbeita mér að gáfulegri hlutumHappy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband