Bidda er með taugar úr stáli

hjólFólk er eitthvað mikið úti að aka þessa dagana. Allavega virðast sumir ekki hafa áttað sig á því að það er ástæða fyrir því að það er bannað að tala í gemsa undir stýri. Ég þurfti í dag að æpa á manneskju á jeppa sem var að horfa í hina áttina og tala í gemsa, það munaði engu að hún keyrði mig niður. ArgAngry Það er svínað fyrir mig á hverjum degi, ég þarf að hafa augun hjá mér stanslaust. Ég hef einu sinni verið keyrð niður af bílstjóra sem glápti í hina áttina, þá rúllaði ég upp á umferðareyju, slapp með marbletti og sá ekki á hjólinu, það var lýgileg heppni. En kræst, það er ekki fyrir hvern sem er að hjóla í borginni, hver bílstjóri virðist vera í eigin heimi. Og talandi í gemsa. Af hverju fær þetta lið sér ekki bara hjól?

Þetta var geðvonskublogg dagsins. Mér líður strax miklu beturDevil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Gott að Biddalitla er lifandi og sparkandi ærslafull!  Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er utanviðsig ..... ég er ein af þeim sem tala stundum við sjálfa mig á meðan ég ek .... nehhhh

Eigðu góðan dag og "suerte" í umferðinni .....

www.zordis.com, 1.8.2007 kl. 07:45

2 Smámynd: Garún

Já og fólk á heldur ekki að nota handfrjálsan búnað.  Ég segi eins og Ellen, ef að það þarf tvær hendur til að keyra, þá ætti heilinn á þér líka að vera með í því.  Bara ekki keyra og tala í síma.  Tala seinna.  Óþolandi þessi árátta að verða að svara þegar síma helvítið hringir.  Ekkert líf.  Ég slekk til dæmis á mínum síma reglulega, en nei, nú er komin þjónusta (sem ég bað ekki um) og það er að láta mig vita með sms hverjir hringdu meðan slökkt var á símanum.  Svo ég hef enga afsökun what so ever. 

Garún, 1.8.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband